Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur óskað Liverpool til hamingju með deildarmeistaratitilinn.
Liverpool gæti orðið meistari eftir 45 mínútur en Chelsea er að vinna City 1-0 á Stamford Bridge.
Ef City vinnur ekki leikinn þá er ljóst að Liverpool vinnur sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 30 ár.
Guardiola játaði sig sigraðan í viðtali fyrir leik.
,,Hlustið á mig, við getum ekki neitað að þessi vika er erfið fyrir okkur,“ sagði Guardiola.
,,Til hamingju Liverpool, þeir eru búnir að vinna titilinn.„