Borussia Dortmund hefur staðfest komu bakvarðarins Thomas Meunier frá PSG til félagsins.
Dortmund fær hann frítt frá PSG en fleiri lið höfðu skoðað þann kost að taka Meunier.
Meunier er í hópi öflugra leikmanna sem eru að yfirgefa PSG en Edinson Cavani og Thiago Silva fara einnig frítt frá félaginu.
Meunier er 28 ára gamall bakvörður og hefur spilað 40 A-landsleiki fyrir Belgíu.
Achraf Hakimi hefur staðið vaktina í hægri bakverði Dortmund en hann er í láni frá Real Madrid og snýr aftur þangað í sumar.
#MEUNIER24 ✍️☑️🇧🇪 pic.twitter.com/V9RPowsIrn
— Borussia Dortmund (@BVB) June 25, 2020