Það hefur ekki farið framhjá mörgum að Liverpool er enskur meistari árið 2020 eftir langa, langa bið.
Liverpool vann úrvalsdeildina í fyrsta sinn í kvöld eftir 2-1 sigur Chelsea á Manchester City.
Enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 en Liverpool vann deildina síðast árið 1990.
Það varð allt vitlaust fyrir utan Anfield í kvöld sem er heimavöllur Liverpool.
Eins og búist var við þá var fagnað titlinum vel og voru fjölmargir mættir fyrir utan völlinn.
Þetta má sjá hér.
— Matt Critchley (@MattCritchley1) June 25, 2020