fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Áttunda hvert 12-15 ára danskt barn hefur fengið bóluefni gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 06:10

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan júlí var byrjað að bólusetja 12-15 ára börn í Danmörku gegn COVID-19 og gátu foreldrar þeirra þá pantað tíma fyrir þau í bólusetningu. Í gær var staðan sú að rúmlega 12% af aldurshópnum hafði þegar fengið einn skammt af bóluefni en aðeins er bólusett með bóluefnum frá Moderna og Pfizer/BioNTech í Danmörku.

Upphaflega átti ekki að bjóða upp á bólusetningar fyrir þennan aldurshóp fyrr en í haust en nú er staðan sú að Danir eiga nóg af bóluefnum eftir að þeir keyptu um 1,2 milljónir skammta af Pfizer/BioNTech af Rúmenum fyrir nokkrum vikum. Því var ákveðið að hraða bólusetningu þessa aldurshóps til að reyna að komast nær hjarðónæmi.

Heilbrigðisyfirvöld eru ánægð með þátttöku aldurshópsins til þessa, sérstaklega í ljósi þess að nú er almennur sumarleyfistími í Danmörku og margir því á faraldsfæti og geta ekki mætt í bólusetningu.

Í heildina hafa rúmlega 50% Dana, um þrjár milljónir, lokið bólusetningu og rúmlega fjórar milljónir, um 70%, hafa hafið bólusetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk