Ítalir skylda alla 50 ára og eldri í bólusetningu
PressanFrá 15. febrúar verður öllum Ítölum, 50 ára og eldri, gert skylt að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Með þessu eru stjórnvöld að herða tökin í baráttunni við veiruna. Í tilkynningu frá Mario Draghi, forsætisráðherra, kemur fram að ríkisstjórnin vilji halda aftur af útbreiðslu veirunnar og hvetji óbólusetta til að láta bólusetja sig. Nú þegar er heilbrigðisstarfsfólki, Lesa meira
Óvænt þróun í baráttunni gegn lömunarveiki
PressanÍ maí 2020 sendi Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, frá sér fréttatilkynningu þar sem dapurleg mynd var dregin upp af baráttunni gegn lömunarveiki. Heimsfaraldur kórónuveirunnar var nýskollinn á og óttast var að baráttan gegn lömunarveiki myndi falla í skuggann af honum. „COVID-19 getur haft í för með sér að 2,4 milljónir barna deyi af völdum mislinga og lömunarveiki,“ sagði í fréttatilkynningunni. Lesa meira
Þessi blanda veitir ofurvörn gegn kórónuveirunni segir sérfræðingur
PressanSara Viksmoen Watle, yfirlæknir hjá norska landlæknisembættinu, segir að þeir sem hafa smitast af kórónuveirunni, áður eða eftir að þeir fengu tvo skammta af bóluefni gegn henni, séu hugsanlega betur varðir gegn nýjum afbrigðum veirunnar en þeir sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefni en hafa ekki smitast. VG skýrir frá þessu en miðillinn ræddi við Watle. Fram kemur Lesa meira
Danir reikna með að bólusetja árlega gegn kórónuveirunni
PressanEkki er útilokað að eldra fólk og fólk í áhættuhópum verði bólusett árlega gegn kórónuveirunni í framtíðinni. Þetta sagði Søren Brostrøm, landlæknir, á fréttamannafundi í gær. Hann sagðist ekki geta sagt til um þetta með fullri vissu en heilbrigðisyfirvöld séu að undirbúa þetta sem möguleika í framtíðinni. Einnig sé verið að íhuga að gefa fólki fjórða skammtinn af bóluefni, Lesa meira
Ekki nóg að bólusetja fólk til að stöðva Ómíkron
PressanÓmíkron afbrigði kórónuveirunnar veldur „alvarlegum áhyggjum“ því það dreifist hratt og leggst einnig á fólk sem hefur lokið bólusetningu. Til að stöðva útbreiðslu afbrigðisins er ekki nóg að bólusetja fólk. Þetta segir í nýrri áhættugreiningu Evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar (ECDC). Andrea Ammon, forstjóri ECDC, sagði að nauðsynlegt væri að grípa til harðra aðgerða. „Miðað við núverandi ástand dugir bólusetning Lesa meira
Undarlegt svikamál – Lét bólusetja sig 10 sinnum á einum degi gegn kórónuveirunni
PressanYfirvöld á Nýja-Sjálandi eru nú að rannsaka undarlegt mál. Það snýst um að svo virðist sem maður einn hafi fengið 10 skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni á einum og sama deginum. Þetta gerði hann vísvitandi og fékk greitt fyrir. Svo virðist sem andstæðingar bólusetninga hafi greitt honum fyrir þetta og þá hugsanlega til að þeir Lesa meira
„Mér hefur aldrei liðið svona illa, ég vildi óska að ég hefði verið bólusettur“
PressanHann „grátbað um bóluefni“ áður en hann var settur í öndunarvél að sögn Emmu Steel, eiginkonu Glynn Steel sem lést nýlega af völdum COVID-19. En það var of seint að bólusetja hann. „Það síðasta sem Glynn sagði við mig var: „Mér hefur aldrei liðið svona illa, ég vildi óska að ég hefði verið bólusettur“.“ Þetta hefur The Sun eftir henni. Glynn hafði ekki viljað láta bólusetja sig Lesa meira
Bretar ætla að gefa fjórða skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni
PressanBretar ætla að gefa í hvað varðar örvunarskammta gegn kórónuveirunni á næstu mánuðum. Öllum fullorðnum verður boðin örvunarskammtur, þriðji skammturinn, og fólki í áhættuhópum verður boðin fjórði skammturinn. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta sé gert til að bregðast við Ómíkronafbrigðinu. Í gærkvöldi tilkynnti ráðgjafanefnd ríkisstjórnarinnar (Joint Commiette on Vaccine and Immunisation (JCVI) að hún leggi til að allir eldri en Lesa meira
„Noceboáhrifin“ koma við sögu við bólusetningar gegn kórónuveirunni – Fannst þú fyrir þeim?
PressanFékkst þú höfuðverk, ógleði eða hita eftir að hafa verið bólusett(ur) gegn kórónuveirunni? Ef svo er þá er hugsanlegt að það hafi ekki endilega verið bóluefnið sjálft sem olli þessu eitt og sér. Inn í þetta geta spilað væntingar fólks, eða frekar hræðsla við bólusetninguna. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. En kannski hefur þú ekki heyrt Lesa meira
Heimila atvinnurekendum að reka óbólusett fólk
PressanLettneska þingið hefur samþykkt lög sem heimila atvinnurekendum að reka starfsfólk sem neitar að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Lögin taka gildi 15. nóvember. Samkvæmt þeim mega fyrirtæki senda þá starfsmenn, sem neita að láta bólusetja sig eða vinna að heiman, heim launalaust. Ef viðkomandi hefur ekki látið bólusetja sig í síðasta lagi þremur mánuðum Lesa meira