fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Mótmælin á Kúbu valda Joe Biden vanda

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 21:00

Frá mótmælum í Havana í sumar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýleg mótmæli gegn kommúnistastjórninni á Kúbu valda Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og stjórn hans ákveðnum vanda því stóra spurningin er hvað sé í raun hægt að gera til að styðja mótmælendur og almenning á Kúbu.

Mótmæli brutust út í borgum og bæjum á Kúbu á sunnudaginn þar sem fólk mótmælti slæmum lífskjörum, matarskorti, lyfjaskorti og slælegum viðbrögðum yfirvalda við heimsfaraldrinum.

Það eru engin ný tíðindi að Kúba glími við efnahagsvanda en hann hefur verið viðvarandi áratugum saman og telja margir ótrúlegt að algjört hrun hafi ekki enn orðið í landinu.

Líf Kúbverja var erfitt áður en heimsfaraldurinn skall á og hefur ekki orðið auðveldari eftir að hann skall á. Þetta á aðallega við um þann þriðjung landsmanna sem er ekki í kommúnistaflokknum og nýtur því ekki góðs af forréttindum flokksmanna eða á ekki ættingja í Bandaríkjunum sem geta stutt þá fjárhagslega.

Kommúnistaflokkurinn hefur nú ráðið lögum og lofu á Kúbu í rúmlega sextíu ár og hefur barið alla andstöðu niður af mikilli hörku.

Eins og venja kúbverskra stjórnvalda er þá var Bandaríkjunum kennt um ástandið þegar Miguel DiazCanel, forseti, ávarpaði þjóðina á sunnudaginn. Hann hvatti síðan stuðningsmenn kommúnistastjórnarinnar til að fara út á götu og mæta mótmælendunum. Lögreglan beitti táragasi gegn þeim og handtók tugi.

Bandarískir fjölmiðlar segja að í Hvíta húsinu viti fólk ekki hvernig á að taka á málefnum Kúbu en í kosningabaráttunni lofaði Biden að breyta „misheppnaðri stefnu Trump“ en enn hefur ekkert gerst. Jen Psaki, talskona Biden, hefur ítrekað sagt að Kúba sé ekki efst á verkefnalista Biden í utanríkismálum, það séu Kína, Afganistan og Rússland hins vegar. En mótmælin breyta þessu væntanlega og ýta Kúbu ofar á listann. Mótmælin gætu orðið til þess að fleiri Kúbverjar reyni að komast til Bandaríkjanna og það sama gæti átt við fólk frá Haíti en ástandið þar er eldfimt eftir morðið á Jovenel Moïse, forseta.

Biden hefur fram að þessu látið nægja að lýsa yfir stuðningi við mótmælendurna og segja þau „hvatningu til frelsis“ en að öðru leyti er stefna hans í málefnum Kúbu mjög óljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?