fbpx
Föstudagur 17.september 2021

Kúba

Mótmælin á Kúbu valda Joe Biden vanda

Mótmælin á Kúbu valda Joe Biden vanda

Pressan
15.07.2021

Nýleg mótmæli gegn kommúnistastjórninni á Kúbu valda Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og stjórn hans ákveðnum vanda því stóra spurningin er hvað sé í raun hægt að gera til að styðja mótmælendur og almenning á Kúbu. Mótmæli brutust út í borgum og bæjum á Kúbu á sunnudaginn þar sem fólk mótmælti slæmum lífskjörum, matarskorti, lyfjaskorti og slælegum viðbrögðum yfirvalda Lesa meira

Tugir handteknir á Kúbu eftir mótmæli gegn kommúnistastjórninni

Tugir handteknir á Kúbu eftir mótmæli gegn kommúnistastjórninni

Pressan
13.07.2021

Tugir hafa verið handteknir í kjölfar fjölmennustu mótmæla gegn kommúnistastjórninni áratugum saman. Mörg þúsund manns mótmæltu stjórninni, slæmu efnahagsástandi og skorti á lyfjum og matvælum á sunnudaginn. Fólk er einnig óánægt með viðbrögð stjórnarinnar við heimsfaraldrinum. BBC skýrir frá þessu og segir að mótmælin séu mjög athyglisverð í ljósi þess að þeim sem gagnrýna stjórnvöld sé Lesa meira

Mörg þúsund manns mótmæltu á Kúbu – „Niður með einræðisstjórnina“

Mörg þúsund manns mótmæltu á Kúbu – „Niður með einræðisstjórnina“

Pressan
12.07.2021

Mörg þúsund Kúbverjar mótmæltu ríkisstjórn landsins í gær í mörgum borgum og bæjum. Þeir hrópuðu meðal annars: „Niður með einræðisstjórnina.“ Mótmæli eru ekki daglegt brauð á Kúbu og allt andóf gegn kommúnistastjórninni er venjulega barið niður af hörku. Mótmælin hófust í San Antonio de los Banos, 50.000 manna bæ sunnan við höfuðborgina Havana, í kjölfar heimsóknar Miguel Díaz-Canel, forseta. Skömmu síðar höfðu mótmælin Lesa meira

Hafa áhyggjur af framtíð Kúbu þegar enginn Castro er lengur við stjórnvölinn

Hafa áhyggjur af framtíð Kúbu þegar enginn Castro er lengur við stjórnvölinn

Pressan
19.04.2021

Í dag lætur Raúl Castro, bróðir Fidel Castro, af embætti formanns kommúnistaflokks landsins. Við embættinu tekur Miguel Díaz-Canel, forseti landsins. Hann verður þar með valdamesti maður landsins. Margir velta fyrir sér hvað þessi valdaskipti muni hafa í för með sér fyrir landið og hvaða áhrif þetta hafi á framtíð þess. Jan Gustafsson, sérfræðingur í málefnum Kúbu og lektor við Kaupmannahafnarháskóla, sagði Lesa meira

Kúbversk stjórnvöld heimila einkaframtak til að reyna að bjarga efnahagslífi landsins

Kúbversk stjórnvöld heimila einkaframtak til að reyna að bjarga efnahagslífi landsins

Pressan
18.02.2021

Kommúnistastjórnin á Kúbu hefur ákveðið að opna fyrir einkaframtak  til að reyna að bjarga efnahag landsins frá algjöru hruni. Efnahagslegt hrun er svo sem ekkert nýtt fyrir Kúbverja því það hefur áður vofað yfir þeim. Efnahagslíf eyjanna hefur verið í miklum hremmingum allt frá því að Bandaríkin settu nær algjört viðskiptabann á þær eftir byltinguna, Lesa meira

Sögðu þetta vera „múgæsingu“ en nú er skýringin hugsanlega fundin á Havanaheilkenninu

Sögðu þetta vera „múgæsingu“ en nú er skýringin hugsanlega fundin á Havanaheilkenninu

Pressan
08.12.2020

Bæði 2016 og 2017 urðu margir starfsmenn bandaríska sendiráðsins á Kúbu fyrir óútskýrðu og dularfullu heilsutjóni. Starfsmennirnir kvörtuðu undan andlegum og líkamlegum vandamálum og vanlíðan. Svimi, heyrnarskerðing, kvíði, „andleg þoka“ og jafnvægisvandamál voru meðal þeirra vandræða sem voru nefnd. Ýmsar kenningar voru settar fram um ástæður þessara dularfullu veikinda og heilsutjóns. Því var varpað fram að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af