fbpx
Miðvikudagur 14.apríl 2021
Pressan

Segir að hægt hefði verið að forða mörgum dauðsföllum af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 21:30

Deborah Birx. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir mjög mörg dauðsföll af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. Þetta sagði Deborah Birx, læknir sem var í heimsfaraldursteymi stjórnar Donald Trump, í viðtali við CNN.

„Fyrir mér lítur þetta svona út: Í fyrsta sinn höfðum við afsökun. Það voru um 100.000 dauðsföll í fyrstu bylgjunni. En það er mín skoðun að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg dauðsföll sem fylgdu í kjölfarið,“ sagði hún og vísaði þar til þeirra 450.000 sem hafa látist í kjölfar fyrstu bylgjunnar.

Í viðtalinu skýrði hún frá skoðunum sínum á viðbrögðum stjórnar Donald Trump við faraldrinum og það er ekki hægt að segja að hún hafi ausið Trump og stjórn hans lofi. Hún sagði að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mörg dauðsföll ef gripið hefði verið fyrr til sóttvarnaaðgerða og ef yfirvöld hefðu gengið fram af meiri festu í baráttunni við heimsfaraldurinn. Hún sagði að dánartölurnar hefðu ekki orðið svona háar ef yfirvöld í ríkjum Bandaríkjanna og bæjum og borgum hefðu lært eitthvað af fyrstu bylgjunni.

Þetta kemur fram í heimildarmynd CNN „COVID WAR: The Pandemic Doctors Speak Out“ en þar er rætt við Birx og fimm aðra lækna úr heimsfaraldursteymi Trumpstjórnarinnar. Læknarnir segja frá hugleiðingum sínum um viðbrögðin við heimsfaraldrinum í Bandaríkjunum og hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fengu yfir hundrað þúsund kvartana vegna umfjöllunar um dauða Filippusar

Fengu yfir hundrað þúsund kvartana vegna umfjöllunar um dauða Filippusar
Pressan
Í gær

Franskir vínbændur fara illa út úr frostakafla

Franskir vínbændur fara illa út úr frostakafla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stóri bólusetningardagurinn í Danmörku – Ætla að bólusetja 100.000 manns í dag

Stóri bólusetningardagurinn í Danmörku – Ætla að bólusetja 100.000 manns í dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hans lést af völdum COVID-19 – Samsæriskenningasmiður sem sagði kórónuveiruna ekki vera til

Hans lést af völdum COVID-19 – Samsæriskenningasmiður sem sagði kórónuveiruna ekki vera til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja alræmda glæpafjölskyldu hafa staðið á bak við ótrúlegan demantaþjófnað

Segja alræmda glæpafjölskyldu hafa staðið á bak við ótrúlegan demantaþjófnað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sendi sjálfan sig í flugfrakt á milli heimsálfa

Maðurinn sem sendi sjálfan sig í flugfrakt á milli heimsálfa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskar hersveitir sendar að landamærum Úkraínu – Hvað ætlar Pútín að gera?

Rússneskar hersveitir sendar að landamærum Úkraínu – Hvað ætlar Pútín að gera?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna ælir fólk þegar það er með timburmenn

Þess vegna ælir fólk þegar það er með timburmenn