fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Taívan undirbýr sig undir stríð

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. maí 2021 16:00

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilurnar um Taívan stigmagnast daglega og hafa gert alveg síðan Joe Biden tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Á Taívan er verið að undirbúa stríð við Kína. Ætlunin er ekki að ráðst á meginlandið, heldur að verja eyjuna gegn kínverskri innrás af einu eða öðru tagi. Ekki er annað að sjá en slík atburðarás verði sífellt líklegri.

Í síðasta mánuði kom John Aquilion, aðmíráll, fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar í tengslum við útnefningu hans sem yfirmanns Kyrrahafsflota Bandaríkjanna. Hann sagði nefndinni að ágangur Kínverja og ógnanir í garð Taívan væru nær en áður hefði verið talið. „Ég tel að þetta vandamál sé mun nær okkur en flestir telja og að við verðum að takast á við það,“ sagði hann og tók þar með undir orð fyrirvera síns, Philip Davidson, fyrir framan þessa sömu þingnefnd en Davidson sagðist telja að til átaka komi innan sex ára.

Yfirmenn taívanska hersins og sérfræðingar hans undirbúa sig nú undir árás Kínverja og í síðustu viku æfðu þeir sig bak við luktar dyr á æfingu sem fékk heitið „Han Kuang“. Á henni voru viðbrögð við mismunandi áreiti og árásum æfð. Allt frá sálfræði og nethernaði til hefðbundins hernaðar.

Í júlí færist svo enn meiri alvara í leikinn þegar efnt verður til umfangsmikillar æfingar land- og sjóhers á og við Taívan til að sýna Kínverjum að árás á eyríkið verður ekki auðveld.

Það glymur sífellt hærra í stríðstrommunum og ekki hefur dregið úr hávaðanum eftir að Biden tók við embætti af Donald Trump.

Trump rak harða stefnu í málefnum Taívan og reitti Kínverja til reiði þegar hann sendi háttsetta embættismenn til Taívan. Biden hefur bætt í og það hefur Bandaríkjaþing einnig gert með því að senda sendinefnd til Taívan. Trump seldi Taívönum vopn og Biden hefur heitið þeim enn fleiri vopnum.

Kínverjar hafa brugðist illa við þessu, bæði á diplómatíska sviðinu og því hernaðarlega. Þeir hafa mótmælt þessu harðlega og frá því í september hafa þeir nær daglega rofið lofthelgi Taívan auk þess að vera með herskip nærri eyjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“