fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Segir að hægt hefði verið að forða mörgum dauðsföllum af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 21:30

Deborah Birx. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir mjög mörg dauðsföll af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. Þetta sagði Deborah Birx, læknir sem var í heimsfaraldursteymi stjórnar Donald Trump, í viðtali við CNN.

„Fyrir mér lítur þetta svona út: Í fyrsta sinn höfðum við afsökun. Það voru um 100.000 dauðsföll í fyrstu bylgjunni. En það er mín skoðun að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg dauðsföll sem fylgdu í kjölfarið,“ sagði hún og vísaði þar til þeirra 450.000 sem hafa látist í kjölfar fyrstu bylgjunnar.

Í viðtalinu skýrði hún frá skoðunum sínum á viðbrögðum stjórnar Donald Trump við faraldrinum og það er ekki hægt að segja að hún hafi ausið Trump og stjórn hans lofi. Hún sagði að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mörg dauðsföll ef gripið hefði verið fyrr til sóttvarnaaðgerða og ef yfirvöld hefðu gengið fram af meiri festu í baráttunni við heimsfaraldurinn. Hún sagði að dánartölurnar hefðu ekki orðið svona háar ef yfirvöld í ríkjum Bandaríkjanna og bæjum og borgum hefðu lært eitthvað af fyrstu bylgjunni.

Þetta kemur fram í heimildarmynd CNN „COVID WAR: The Pandemic Doctors Speak Out“ en þar er rætt við Birx og fimm aðra lækna úr heimsfaraldursteymi Trumpstjórnarinnar. Læknarnir segja frá hugleiðingum sínum um viðbrögðin við heimsfaraldrinum í Bandaríkjunum og hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Í gær

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grínisti afhjúpar hvernig hann lét breska fjölmiðla borða laukinn í fjórgang

Grínisti afhjúpar hvernig hann lét breska fjölmiðla borða laukinn í fjórgang
Pressan
Fyrir 2 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill ekki banna kynjaskipta sundkennslu og sundtíma

Vill ekki banna kynjaskipta sundkennslu og sundtíma
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona áreitti 13 ára dreng kynferðislega á almannafæri

Kona áreitti 13 ára dreng kynferðislega á almannafæri