fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Senda leitarmenn inn á flóðasvæðið í Ask í dag

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. janúar 2021 09:45

Frá hamfarasvæðinu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérþjálfaðir sænskir leitarmenn og norskir leitarhundar, ásamt stjórnendum sínum, verða sendir inn á flóðasvæðið í Ask í Gjerdrum í Noregi í dag. 10 er enn saknað. Fram að þessu hefur ekki þótt þorandi að senda leitarmenn inn á flóðasvæðið og hefur leitin því farið fram úr þyrlum og hafa hitamyndavélar verið notaðar.

VG skýrir frá þessu og hefur eftir Ketil Lund, lögregluvarðstjóra sem stýrir aðgerðum á vettvangi, að vonast sé til að hægt verði að senda leitarmenn inn á flóðasvæðið í dag.

Það eru sérþjálfaðir leitarmenn frá sænsku USAR-sveitunum sem eiga að fara inn á svæðið ásamt norskum leitarhundum og stjórnendum þeirra.

Leit hefur nú staðið yfir linnulaust í rúmlega tvo sólarhringa en skriðan fór af stað um klukkan fjögur aðfaranótt miðvikudags. Lögreglan segir að enn sé von um að finna fólk á lífi og miðast leitin við það. 10 manns er saknað og segist lögreglan fullviss um að fólk sé á flóðasvæðinu en það geti bæði verið fleiri eða færri en þessir 10 sem er saknað.

Um 1.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í bænum og íbúar hafa verið varaðir við að hugsanlega þurfi að grípa til enn frekari rýminga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Í gær

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 2 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða