fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Bandaríkin reyna að hemja Kínverja í Suður Kínahafi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 19:10

Flugmóðurskipið USS Abraham Lincoln. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýlegri yfirlýsingu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu er sagt skýrt og greinilega að Kínverjar hafi farið yfir strikið hvað varðar Suður Kínahaf og að Bandaríkin muni ekki sætta sig við framferði þeirra þar. Kínverjar gera miklar kröfur til yfirráða á hafsvæðinu og hafa á undanförnum árum reynt að styrkja stöðu sína með því að reisa herstöðvar á litlum og jafnvel óbyggðum eyjum, jafnvel skerjum, auk þess að ganga harkalega fram gagnvart skipum og bátum frá öðrum ríkjum sem sigla um svæðið.

Í yfirlýsingu bandaríska utanríkisráðuneytisins kemur fram að nú verði stefnan varðandi Indlandshaf, Kyrrahaf og Suður Kínahaf styrkt. Það sé alveg ljóst að kröfur Kínverja um yfirráð yfir Suður Kínahafi og náttúruauðlindum þar séu ólöglegar og það sama gildi um aðferðir þær sem þeir beita til að öðlast yfirráð yfir svæðinu. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, skrifaði undir yfirlýsinguna.

Fyrir fjórum árum kvað Alþjóðagerðardómurinn í Haag upp úr um að kröfur Kínverja um yfirráð á svæðinu og framferði þeirra brjóti gegn alþjóðlegum reglum. Kínverjar viðurkenna ekki niðurstöðu gerðardómsins og hafa ótrauðir haldið framferði sínu áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?