fbpx
Miðvikudagur 25.nóvember 2020
Pressan

Ný rannsókn – Allt að 36 samfélög vitsmunavera í vetrarbrautinni okkar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. júní 2020 22:00

Er líf utan jarðarinnar?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gætu verið allt að 36 samfélög vitsmunavera í vetrarbrautinni okkar. Þetta eru niðurstöður nýrrar stórrar rannsóknar. Rannsóknin beindist að því að öðlast skilning á hversu margar plánetur í vetrarbrautinni geta hugsanlega verið heimkynni vitsmunavera. Unnið var út frá þeirri kenningu að líf þróist á öðrum plánetum á svipaðan hátt og hér á jörðinni.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að það geta verið allt að 36 samfélög vitsmunavera í vetrarbrautinni okkar en hún varpar einnig ljósi á hver örlög okkar sem tegundar geta orðið. Óhætt er að segja að líkurnar á því að við verðum langlíf tegund séu mun minni en við héldum.

„Það ættu að vera nokkrir tugir vitsmunasamfélaga í vetrarbrautinni okkar ef miðað er við að það taki 5 milljarða ára fyrir vitsmunalíf að þróast á öðrum plánetum eins og hér á jörðinni.“

Er haft eftir Christopher Conselice, hjá University of Nottingham, í fréttatilkynningu.

En þótt þetta sé rétt þá er ekki þar með sagt að við getum komist í samband við þessar vitsmunaverur á næstunni. Til að staðfesta að þær séu til verðum við að treysta á að nema merki frá þeim, þar á meðal útvarps- og sjónvarpssendingar. Ef tæknivædd samfélög hafa verið til jafnlengi og okkar þá erum við ekki að fara að heyra frá þeim á næstunni eða eiga í samskiptum við þær. Meðalfjarlægðin til hugsanlegra vitsmunavera er 17.000 ljósár en það gerir öll samskipti óneitanlega mjög erfið. Svo má auðvitað ekki gleyma þeim möguleika að við séum einfaldlega eina vitsmunalífið í vetrarbrautinni og hugsanlega alheiminum og að önnur vitsmunalíf deyi út áður en við finnum þau.

„Nýja rannsóknin okkar bendir til að leitin að vitsmunalífi utan jarðarinnar varpi ekki eingöngu ljósi á hvernig líf verður til heldur gefur hún okkur einnig vísbendingu um hversu lengi okkar eigin menning mun vara. Ef við komumst að því að vitsmunalíf sé algengt þá segir það okkur að menningarheimur okkar gæti lifað mun lengur en nokkur hundruð ár. Ef við komust að því að engin önnur samfélög vitsmunavera séu í vetrarbrautinni okkar þá eru það slæm tíðindi um hversu lengi við munum verða til. Með því að leita að vitsmunalífi utan jarðarinnar, jafnvel þótt við finnum ekkert, þá erum við að varpa ljósi á framtíð okkar og örlög.“

Er haft eftir Conselice.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Biden ætlar að leggja áherslu loftslagsmálin – John Kerry verður sérstakur sendifulltrúi hans

Biden ætlar að leggja áherslu loftslagsmálin – John Kerry verður sérstakur sendifulltrúi hans
Pressan
Í gær

Verslunarstjórinn skyldi ekki af hverju rafhlöður seldust svo vel – Síðan sá hann umfjöllun sem skýrði málið

Verslunarstjórinn skyldi ekki af hverju rafhlöður seldust svo vel – Síðan sá hann umfjöllun sem skýrði málið
Fyrir 2 dögum

Frábært að vera á fjöllum í svona verðri

Frábært að vera á fjöllum í svona verðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefan Löfven – „Það sem við gerum núna sker úr um hverjir verða enn hjá okkur um jólin“

Stefan Löfven – „Það sem við gerum núna sker úr um hverjir verða enn hjá okkur um jólin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loka stórum hluta Kastrupflugvallar til 2022

Loka stórum hluta Kastrupflugvallar til 2022
Pressan
Fyrir 3 dögum

Salómonseyjar undirbúa að banna Facebook – Segja þetta gert að kröfu Kínverja

Salómonseyjar undirbúa að banna Facebook – Segja þetta gert að kröfu Kínverja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ryk loftsteina gæti afhjúpað sannleikann um lífið á jörðinni

Ryk loftsteina gæti afhjúpað sannleikann um lífið á jörðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvaða áhrif hefur kjör Joe Biden á samskiptin við Norður-Kóreu?

Hvaða áhrif hefur kjör Joe Biden á samskiptin við Norður-Kóreu?