fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Allir spáðu hörmungum í Afríku vegna kórónuveirunnar – Staðan er allt önnur og betri

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 1. nóvember 2020 20:01

COVID-19 sýni. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 14. febrúar var fyrsta kórónuveirusmitið staðfest í Afríku, það var í Egyptalandi. Áður en veiran barst til álfunnar höfðu hjálparsamtök og heilbrigðissérfræðingar um allan heim nánast komið með dómsdagsspár um hvernig heimsfaraldurinn myndi fara með íbúa álfunnar. Milljónir dauðsfalla og miklar hörmungar. En í dag, átta mánuðum síðar er staðan í Afríku ekki nærri því svo slæm og eiginlega bara alveg ágæt miðað við stöðuna víða annars staðar.

Þetta hefur valdið ákveðnum heilabrotum en vísindamenn reyna nú að varpa ljósi á af hverju Afríka hefur sloppið svo vel, út frá heilbrigðissjónarhorni, í gegnum heimsfaraldurinn, miklu betur en Bandaríkin og Evrópa.

Talið er að það eigi hlut að máli að hversu mikið af ungu fólki býr í álfunni en meðalaldur þeirra 1,3 milljarða sem búa í álfunni er aðeins 19,7 ár. Í Evrópu er meðalaldurinn 43 ár. Vitað er að eldra fólk fer verst út úr faraldrinum og þar sem lítið er af því í Afríku skiptir það máli fyrir dánartíðnina.

Sumir vísindamenn hafa bent á að hugsanlega séu Afríkubúar ónæmari fyrir kórónuveirunni en aðrir af því að þeir eru svo útsettir fyrir öðrum tegundum af kórónuveirum og öðrum smitsjúkdómum. Engar sannanir hafa enn komið fram um þetta en nú er verið að rannsaka þetta í Simbabve.

Það getur einnig haft áhrif á tölfræðina að hugsanlega hafa ekki öll tilfelli smits verið skráð eða staðfest eða að færri sýni hafi verið tekin hlutfallslega en í öðrum ríkjum.

Bent hefur verið á að yfirvöld í mörgum Afríkuríkjum hafi brugðist hratt við þegar faraldurinn gaus upp og hafi gripið til áhrifaríkra aðgerða til að hindra útbreiðslu hans. Landamærum var lokað sem og flugvöllum og skólum. Í Suður-Afríku var gripið til umfangsmikilla lokana og bannað var að selja áfengi og tóbak. En það er ákveðin ráðgáta hvernig hin mörgu fátækrahverfi afrískra stórborga hafa sloppið vel frá faraldrinum því þar býr fólk þröngt og hreinlæti er ábótavant.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“