fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Mörg hundruð gyðingar mótmæltu nýjum kórónuveiruaðgerðum í New York

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 07:00

Frá mótmælunum í gær. Mynd:Spencer Platt/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg hundruð strangtrúaðir gyðingar söfnuðust saman í Brooklyn í New York í gær til að mótmæla nýjum og hertum aðgerðum yfirvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þeir eru ósáttir við að Bill de Blasio, borgarstjóri, hafi hert aðgerðirnar.

Frá og með gærdeginum var íbúum ákveðinna hverfa í borginni gert að sæta strangari takmörkunum en aðrir borgarbúa vegna smithlutfallsins í hverfunum. Þessar hertu aðgerðir ná til hverfa gyðinga en þar hefur smitum fjölgað mikið.

Meðal þeirra ráðstafana sem gripið hefur verið til er að loka mörg hundruð skólum og fyrirtækjum. Einnig hefur verið sett bann við að fólk safnist saman í stórum hópum og aðeins 10 mega koma saman í bænahúsum og kirkjum hverju sinni.

Það er einmitt þetta síðastnefnda sem fer verst í hina strangtrúuðu gyðinga að sögn CBS News. Nú stendur Sukkot hátíð gyðinga yfir og telja gyðingarnir þessar takmarkanir skemma fyrir hátíðarhöldunum.

Mótmælendur kveiktu bál, hrópuðu „Jewish lives matter“ og lýstu yfir stuðningi við Donald Trump forseta. Enginn var handtekinn að sögn lögreglunnar en Bill de Blasio hafði tekið skýrt fram að fast verði tekið á brotum á þeim reglum sem settar hafa verið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?