fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Pressan

Söguleg tíðindi – Íhaldssamt dagblað lýsir yfir stuðningi við Joe Biden

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 20:00

Joe Biden.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokasprettinum en landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi þriðjudag og kjósa forseta og þingmenn. Þegar litið er aftur og sagan skoðuð þá er eiginlega hefð að dagblöð landsins lýsi yfir stuðning við ákveðinn frambjóðanda á lokasprettinum. Það hefur einnig gerst í ár og hafa sumar stuðningsyfirlýsingarnar komið nokkuð á óvart.

Það á meðal annars við um stuðningsyfirlýsingu hins íhaldssama dagblaðs The New Hampshire Union sem lýsti yfir stuðningi við Joe Biden í leiðara um helgina. Þetta er í fyrsta sinn í rúmlega 100 ára sögu blaðsins að það lýsir yfir stuðningi við frambjóðanda Demókrata.

„Biden er svo sannarlega ekki sá forseti sem við viljum en árið 2020 er hann forsetinn sem við höfum mikla þörf fyrir. Hann mun verða forseti sem sameinar þjóðina,“

segir í leiðaranum. Ekki er farið eins fögrum orðum um núverandi forseta, Donald Trump.

„Trump forseti hefur ekki alltaf 100% rangt fyrir sér en hann er 100% rangur forseti fyrir Bandaríkin.“

En það er rétt að hafa í huga að lengi hefur andað köldu á milli Trump og The New Hampshire Union. Í kosningunum 2016 lýsti blaðið yfir stuðningi við Gary Johnson, frambjóðanda frjálshyggjuflokksins. Það féll ekki vel í kramið hjá Trump sem lét Joe McQuaid, ritstjóra blaðsins, heyra það:

„Hann er algjör tapari. Það er enginn vafi á því. Hann er mjög óheiðarlegur maður,“

sagði Trump þá að sögn Politico.

Stór meirihluti bandarískra fjölmiðla styður Joe Biden að þessu sinni. Stærsta dagblað landsins, USA Today, hefur í fyrsta sinn í sögunni lýst yfir stuðningi við frambjóðanda og er það Joe Biden sem blaðið hvetur fólk til að kjósa. Fyrir fjórum árum lýsti blaðið ekki yfir stuðningi við neinn en hvatti kjósendur til að kjósa ekki Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kínverjar senda geimfar til tunglsins til að sækja jarðvegssýni

Kínverjar senda geimfar til tunglsins til að sækja jarðvegssýni
Pressan
Í gær

Flugfélagið ætlar að krefjast þess að farþegar séu bólusettir gegn kórónuveirunni

Flugfélagið ætlar að krefjast þess að farþegar séu bólusettir gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nafn hennar vekur athygli – „Hvernig finnst þér að eyðileggja heiminn?“

Nafn hennar vekur athygli – „Hvernig finnst þér að eyðileggja heiminn?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segist hafa gefið grænt ljós á undirbúning valdaskipta

Trump segist hafa gefið grænt ljós á undirbúning valdaskipta