fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Trump viðurkennir að hafa dregið úr alvarleika kórónuveirufaraldursins – „Hann laug að bandarísku þjóðinni“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 05:39

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, viðurkennir að hafa dregið úr alvarleika heimsfaraldurs kórónuveirunnar og að hann hafi vitað hversu hættuleg veiran er. Rúmlega 190.000 Bandaríkjamenn hafa látist af völdum veirunnar.

Þetta kemur fram á upptökum af viðtali við Trump sem CNN hefur undir höndum. Á upptökunum segir Trump að hann hafi dregið úr því hversu hættuleg veiran er til að valda ekki ótta.

„Það síðasta sem þú vilt gera er að valda ótta. Ég elska landið okkar og ég vil ekki að fólk sé hrætt,“

sagði Trump á fréttamannafundi í gær þegar hann var spurður út í upptökuna.

Það er Bob Woodward, þekktur blaðamaður, sem gerði upptökurnar þegar hann vann að bók um Trump en hún er byggð á 18 viðtölum. Bókin heitir „Rage“ og kemur út á næstunni. Í þeim kemur fram að Trump hafi strax í febrúar vitað hversu hættuleg veiran er en samt sem áður hamraði hann á því við bandarísku þjóðina að hún væri ekki hættulegri en venjuleg inflúensuveira.

Í upptöku frá 7. febrúar nefnir Trump að veiran geti borist með lofti.

„Hún berst með lofti. Það er verra en snerting. Svo hún er mjög útsmogin. Hún er einnig banvænni en versta inflúensa,“

sagði hann þá en á opinberum vettvangi margsagði hann að veiran væri svipuð og inflúensuveirur.

Joe Biden, sem etur kappi við Trump um forsetaembættið, skóf ekki utan af hlutunum í gær þegar fréttir bárust af upptökunum.

„Trump vissi þetta og gerði vísvitandi lítið úr hættunni. Hann laug að bandarísku þjóðinni. Á meðan þessi banvæni sjúkdómur plægði sig í gegnum landið okkar, brást hann algjörlega skyldum sínum og það vísvitandi. Þetta er vanræksla á skyldum. Þetta er hneyksli,“

sagði Biden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?