fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Hákarl varð 17 ára pilti að bana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 18:15

Hvíthákarl. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

17 ára ástralskur piltur lést á laugardaginn þegar hákarl réðst á hann við austurströnd Ástralíu. Pilturinn var á brimbretti þegar hákarlinn réðist til atlögu. Vitni segja að hákarlinn hafi ráðist á piltinn síðdegis á laugardaginn þegar hann var á brimbretti við Wooli Beach sem er um 600 km norðan við Sydney.

Fjöldi brimbrettafólks varð vitni að árásinni og reyndi að koma piltinum til bjargar. Þeim tókst að koma honum í land þar sem honum var strax veitt lífsbjargandi aðstoð en þrátt fyrir það tókst ekki að bjarga lífi hans.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að pilturinn hafi hlotið alvarlega áverka á fótum.

Lögreglan lokaði öllum baðströndum á svæðinu í kjölfarið.

Þetta var í fimmta sinn á árinu sem hákarl verður manneskju að bana við strendur Ástralíu. Þrír til viðbótar hafa slasast alvarlega í slíkum árásum. Að meðaltali verða hákarlar einni manneskju að bana árlega í Ástralíu. Á síðasta ári var ekkert andlát af völdum hákarla skráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?