fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Um 157 milljón króna gjaldþrot hjá fasteignafélagi Sverris Einars

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. júní 2025 20:00

Sverrir Einar Eiríksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í þrotabúi Þaks, byggingarfélags ehf. Félagið, sem var í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar, var úrskurðað gjaldþrot þann 23. nóvember 2023. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur voru tæplega 157 milljónir króna, 15 milljónir í forgangskröfur og 142 milljónir í almennar kröfur.

Félagið vakti verulega athygli árið 2017 með því að hefja sölu á tíu íbúðum í uppgerðu húsi við Kársnesbraut í Kópavogi og bjóða væntanlegum kaupendum að fjármagna kaupin með því að taka allt að 95% lán.

Fyrirkomulag var þannig að kaupendur myndu taka 80% lán frá hefðbundinni lánastofnun en síðan myndi fyrirtækið bjóða upp á 15% seljanda lán á 9,8 prósent vöxtum til sjö ára. Væntanlegir eigendur þurftu því aðeins að eiga 5% eigið fé til kaupanna. Söluverð íbúðanna var á bilinu 15,9 – 23,9 milljónir króna og því þurftu kaupendur að eiga innan við eina milljón króna í eigið fé til að ganga frá kaupunum.

Þegar félagið fór í þrot sagði Sverrir Einar í samtali við DV að hann væri bjartsýnn á að fyrirtækið kæmist aftur í hans hendur og hægt yrði að gera upp við kröfuhafa. Þær áætlanir runnu hins vegar út í sandinn.

Sverrir Einar hefur koma víða við undanfarin ár. Auk íbúðasölunnar vakti hann athygli fyrir kaup og sölu á gulli og eðalsteinum, þá rak hann starfsmannaleigu um skeið, gististaði sem og pizzustað og dögurðarstaðinn vinsæla Þrastarlund. Í seinni tíð hefur framtak hans með Nýju vínbúðina sem og rekstur hans á skemmtistöðunum Exit og Bankastræti Club vakið mikla athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Í gær

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum