fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Fréttir

Reykjavíkurborg varar við netsvindli – Netglæpamenn þykjast bjóða hálfs árs fría áskrift hjá Strætó

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 13:30

Netglæpamennirnir auglýsa frí Klapp kort.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg varar við svindli á netinu þar sem reynt er að blekkja notendur Strætó. Í auglýsingu netglæpamannanna er hálfs árs Klappkort auglýst sem frítt.

Í tilkynningu Reykjavíkurborgar kemur fram að kostuð auglýsing, sem birt er á samfélagsmiðlum, undir heitinu „Straeto“ sé ekki á vegum Strætó. Um sé að ræða netsvindl.

Í auglýsingu netglæpamannanna segir að að almenningssamgöngur verði ókeypis í sex mánuði. Að sveitarfélagið bjóði fólki að taka þátt „í frumkvæði til að bæta hreyfanleika og almenningssamgöngur í borginni.“

Hægt sé að kaupa kaupa eitt af 500 snjallkortum fyrir 350 krónur og þá geti maður fengið hálfs árs áskrift frítt. Í auglýsingunni er mynd af Klappkorti, aðgangskorti Strætó. Þá er fólki bent á að ýta á hlekk í auglýsingunni.

Reykjavíkurborg varar sterklega við því að fólk falli fyrir þessu svindli og ýti á hlekkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Prinsippmaður lagði ÁTVR en eftir standa áleitnar spurningar – Hvað með samkeppnislög og neysluvísitöluna?

Prinsippmaður lagði ÁTVR en eftir standa áleitnar spurningar – Hvað með samkeppnislög og neysluvísitöluna?
Fréttir
Í gær

Furðulegt brot konu fyrir norðan – Dreifði mynd af sínum fyrrverandi alblóðugum til vina og vandamanna

Furðulegt brot konu fyrir norðan – Dreifði mynd af sínum fyrrverandi alblóðugum til vina og vandamanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarni veitir Hval hf veiðileyfi til fimm ára

Bjarni veitir Hval hf veiðileyfi til fimm ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel Örn fær 4 ára dóm fyrir manndrápstilraun – Stakk lækni í hálsinn við Lund

Daníel Örn fær 4 ára dóm fyrir manndrápstilraun – Stakk lækni í hálsinn við Lund