fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024

strætó

Reykjavíkurborg varar við netsvindli – Netglæpamenn þykjast bjóða hálfs árs fría áskrift hjá Strætó

Reykjavíkurborg varar við netsvindli – Netglæpamenn þykjast bjóða hálfs árs fría áskrift hjá Strætó

Fréttir
06.11.2024

Reykjavíkurborg varar við svindli á netinu þar sem reynt er að blekkja notendur Strætó. Í auglýsingu netglæpamannanna er hálfs árs Klappkort auglýst sem frítt. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar kemur fram að kostuð auglýsing, sem birt er á samfélagsmiðlum, undir heitinu „Straeto“ sé ekki á vegum Strætó. Um sé að ræða netsvindl. Í auglýsingu netglæpamannanna segir að Lesa meira

Störukeppni við strætisvagn í Breiðholti – Viðurkennir frekju en telur vagnstjóra hafa skapað óþarfa hættu

Störukeppni við strætisvagn í Breiðholti – Viðurkennir frekju en telur vagnstjóra hafa skapað óþarfa hættu

Fréttir
18.10.2024

Uppnám varð við gangbraut nálægt Fellaskóla í Breiðholti þegar fólksbíll og strætisvagn mættust í þrengingu. Hvorugur þeirra vildi bakka og því má segja að um eiginlega störukeppni hafi verið að ræða. Ökumaður fólksbílsins var með upptöku og náði um tveggja mínútna myndbandi af störukeppninni við strætisvagn á leið númer 12, sem fer frá Ártúni að Lesa meira

Halldór: Leigubíllinn í Mosó kostar 8.000 – Kostar minna að ferðast um allt Þýskaland í heilan mánuð

Halldór: Leigubíllinn í Mosó kostar 8.000 – Kostar minna að ferðast um allt Þýskaland í heilan mánuð

Fréttir
12.09.2024

„Þetta er allt eins og í lélegu Sovétríki,“ segir Halldór Armand Ásgeirsson, rithöfundur og pistlahöfundur, í nýjasta pistli sínum sem vakið hefur talsverða athygli. Þar skrifar hann meðal annars um almenningssamgöngur hér á landi og er yfirskrift pistilsins: Hvernig Ísland líkist lélegu kommúnistaríki. Halldór birti pistilinn á Facebook-síðu sinni í morgun en hann birtist þó fyrst í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um liðna Lesa meira

Furða sig á reikningsdæmi FÍB um strætó og einkabílinn – „Þetta bara meikar ekki sens“

Furða sig á reikningsdæmi FÍB um strætó og einkabílinn – „Þetta bara meikar ekki sens“

Fréttir
03.09.2024

Tiltölulega stutt grein sem birtist á heimasíðu FÍB í morgun hefur vakið talsverðar umræður. Þar er þeirri fullyrðingu varpað fram að strætó sé ekki afkastameiri en einkabíllinn og er vafasamt reikningsdæmi látið fylgja með. Í greininni segir meðal annars að því sé oft haldið fram að fullur strætisvagn afkasti meiru en einkabíllinn vegna þess að strætóinn Lesa meira

Framkvæmdastjóri Betri samgangna: Útboð vegna Fossvogsbrúar á næstu vikum

Framkvæmdastjóri Betri samgangna: Útboð vegna Fossvogsbrúar á næstu vikum

Eyjan
31.08.2024

Ráðgert er að fara í útboð á fyllingum vegna nýrrar Fossvogsbrúar á næstu vikum og þegar brúin verður tilbúin mun strætó geta notað hana, ásamt gangandi og hjólandi, þó að ekki sé ráðgert að Borgarlínan sjálf verði komin í gagnið fyrr en árið 2031. Þetta hefur í för með sér að tímaáætlun strætó verður mun Lesa meira

Hjalti tók strætó upp í Ártún: Ferðin tók aðeins lengri tíma en hann vonaði

Hjalti tók strætó upp í Ártún: Ferðin tók aðeins lengri tíma en hann vonaði

Fréttir
14.05.2024

„Sem eldri borg­ar­ar not­um við hjón­in stræt­is­vagna meira en við gerðum áður en mikið vant­ar á að gera notk­un þeirra aðlaðandi,“ segir Hjalti G. Lúðvíksson, landbúnaðarvélaverkfræðingur á eftirlaunum, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hjalti segir þar frá strætóferð hans og eiginkonu hans þriðjudaginn 30. apríl síðastliðinn, en þau tóku vagn númer 15 á Lesa meira

Allt logar vegna árásar og myndbirtingar í strætisvagni – Kýldu dreng í hausinn og hótuðu að elta hann heim

Allt logar vegna árásar og myndbirtingar í strætisvagni – Kýldu dreng í hausinn og hótuðu að elta hann heim

Fréttir
08.04.2024

Mikil ólga er á samfélagsmiðlagrúbbum í Grafarholti, Úlfarsárdal og í Breiðholti vegna árásar tveggja ungra drengja á þann þriðja í strætisvagni. Fólk segir þetta atvik langt frá því að vera einsdæmi um ofbeldi ungmenna í hverfunum. Aðrir gagnrýna myndbirtinguna á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri Strætó segir að vagnstjórar eigi að kalla til lögreglu eða vísa gerendum út. Engar reglur Lesa meira

Marðist á útlimum eftir að strætóstjóri hrinti honum út úr vagninum – Kæra lögð fram og málið til skoðunar

Marðist á útlimum eftir að strætóstjóri hrinti honum út úr vagninum – Kæra lögð fram og málið til skoðunar

Fréttir
30.01.2024

Parið Sigurður Erlends Guðbjargarson og Bader Alejandro hafa lagt fram kæru vegna líkamsárásar vagnstjóra um helgina. En vagnstjórinn hrinti hinum síðarnefnda út úr vagninum eftir deilur um hvort örorkumiði gilti í næturstrætó. Forstjóri Strætó staðfestir að vagnstjóri hafi ýtt Alejandro út og að málið sé til skoðunar innan fyrirtækisins. „Við höfum lagt fram kæru og Lesa meira

Vilja ekki að Reykjanesbær greiði fyrir auka strætisvagn vegna flóttafólks – 7 milljónir á mánuði

Vilja ekki að Reykjanesbær greiði fyrir auka strætisvagn vegna flóttafólks – 7 milljónir á mánuði

Fréttir
18.10.2023

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í minnihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hafa mótmælt því að bæjarsjóður greiði fyrir auka strætisvagn vegna mikils fjölda flóttafólks. Kostnaðurinn er 7 milljónir króna á mánuði. „Okkur finnst algjörlega fáránlegt að Reykjanesbær eigi að bera þennan kostnað,“ segir Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Hún og tveir aðrir fulltrúar flokksins bókuðu mótmæli við áætlununum á Lesa meira

Frítt í Strætó í dag!

Frítt í Strætó í dag!

Fréttir
22.09.2023

Í tilkynningu frá Strætó kemur fram að í dag er Bíllausi dagurinn í tilefni af evrópsku samgönguvikunni og það er frítt í alla vagna Strætó, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Strætó hefur tekið þátt í samgönguvikunni með viðburðinum Bíllausi dagurinn undanfarin ár og í ár ákvað Vegagerðin að taka einnig þátt en Vegagerðin rekur Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af