fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Talskona Stígamóta tjáir sig um blogfærslur fyrri tíma – „Sá ég tilefni til að kæra nauðgunarhótun í einni slíkri“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 14:05

Drífa Snædal Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talskona Stígamóta segir að ofbeldi gegn konum verði að taka alvarlega í hvaða mynd sem ofbeldið er. Segir hún flestar konur verða fyrir ofbeldi og/eða áreitni af hendi karlmanna einhvern tíma á lífsleiðinni. Færsla Drífu Snædal kemur í kjölfar fregna um 20 ára gamlar blogfærslur Þórðs Snæs Júlíussona, frambjóðanda Samfylkingarinnar, sem margar fjalla á niðrandi hátt um konur og minnihlutahópa. Drífa segist sjálf hafa kært nauðgunarhótun sem skrifuð var í blogfærslu á þessum tíma. Rétt er þó að taka fram að Drífa tengir skrif Þórðar ekki við þá færslu.

„Karlar sem ógna öryggi kvenna

Flestar konur verða fyrir ofbeldi eða áreitni af hendi karla á lífsleiðinni. Ef því trúið mér ekki skuluð þið spyrjið konur í kringum ykkur eða rifja sjálfar upp atvik þar sem þið hafið verið óöruggar í kringum karlmenn. Það að ofbeldi karla líðist býr nefnilega til óöryggi í samskiptum kynja og litar þau, hvort sem ofbeldinu er beitt eða ekki,“

segir Drífa.

Kynbundið ofbeldi er faraldur

Segir hún kynbundið ofbeldi faraldur á Íslandi sem nærist á kvenfyrirlitningu. 

„Að tala eða skrifa niðrandi um konur nærir faraldurinn. Að taka því ekki alvarlega þegar konur verða fyrir ofbeldi nærir faraldurinn. Gefur þau skilaboð að það sé í lagi að konur og kvár séu undirskipaðar körlum og karlar geta hagað sér nákvæmlega eins og þeim sýnist án afleiðinga. Þegar karlar með völd tala niðurlægjandi um konur þá afmennskar það konur og gefur þau skilaboð að það sé í lagi að vanvirða þær. Í samfélagi þar sem kynbundið ofbeldi er faraldur ógnar slíkt tal beinlínis öryggi kvenna. 

Og það ógnaði öryggi kvenna fyrir tuttugu árum síðan þegar karlar jusu úr skálum kvenfyrirlitningar sinnar á netinu, sömdu niðrandi lagatexta og snérust heiftarlega gegn konum sem kröfðust jafnréttis. Ég man vel eftir þeim tíma enda sá ég tilefni til að kæra nauðgunarhótun í einni slíkri bloggfærslu. Þetta var í alvöru veruleikinn og þegar karlar sem fóru með einhverskonar völd leyfðu sér svona skrif þá leysti það úr læðingi kvenhatur og kvenhatur ógnar öryggi kvenna. Það gerði það þá og það gerir það núna líka.“

Segir karlmenn þurfa að gera meira en biðjast afsökunar

Drífa segir að svona sé samhengið og í uppgjöri við fortíð (og nútíð) sé eins gott að viðurkenna þetta samhengi því annars komumst við ekkert áfram. 

„Iðrandi karlar með kvenhatur á samviskunni þurfa að gera meira en bara biðjast afsökunar og gera lítið úr kvenhatri sínu og krefjast þess að þar með sé málinu lokið. Við þurfum miklu stærra uppgjör hvort sem það er gagnvart menningunni sem ríkti fyrir tuttugu árum síðan, sóðakjaftsmenningu þingmanna, vændiskaupum þingmanna, skrifum frambjóðenda eða fjölmiðlamanna, eða hugmyndafræði um að draga úr völdum og sjálfsákvörðunarrétti kvenna.“

Er með ráð til karlmanna 

Drífa segir fæsta karla gera sér grein fyrir veruleika kvenna og kvára í samskiptum við þá. 

„Þeir búa við klassíska forréttindastöðu sem felst í því að sjá ekki veruleika annarra. Ég legg því til að í stað þess að vera hissa, reyna að útskýra, bíða af sér storminn eða koma með hálfar afsakanir þá hlusti þeir raunverulega á veruleika þeirra sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi eða eiga stöðugt á hættu að verða það. Leggist svo á sveif með þeim fjölda sem vinnur að því að uppræta kynbundið ofbeldi, vinna að því að minnka skaðann sem kvenfyrirlitning veldur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni