fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Fréttavaktin: Fuglaflensa, fjársvikamál og bensínstöðvar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur sent frá sér viðvörun vegna heimsfaraldurs fuglaflensu. Nú þegar hefur veiran fundist í spendýrum og í Perú hafa sex hundruð sæljón drepist vegna veirunnar. Sá möguleiki er fyrir hendi að veiran geti smitast í menn. Brigitte Brugger dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá MAST ræðir málið við Margréti Erlu Maack.

Hópur pólskra kvenna hér á landi hefur orðið fyrir barðinu á eftirlýstum fjársvikara sem hefur starfsemi hér á landi. Konurnar hafa kært málið til lögreglu. DV hefur fjallað um málið í vikunni. Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaður á DV ræðir málið við Nínu Richter.

Bakarí og listagallerí er dæmi um rekstur í húsnæði sem áður hýsti bensínstöðvar. Blaðamaðurinn og fyrrverandi bensínsölumaðurinn Þórarinn Þórarinsson fer í saumana á þessum breytingum í viðtali við Sigmund Erni Rúnarsson.
Blaðamennirnir Erla María Davíðsdóttir og Helgi Steinar Gunnlaugsson mæta í fréttamannaspjall. Erla María ræðir kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og greinir frá atburðum dagsins. Hún ræðir sömuleiðis fljúgandi furðuhluti sem skotnir hafa verið af himni yfir Kanada og víðar. Helgi Steinar ræðir fréttaskýringu sem birtist í Fréttablaðinu 15. febrúar þar sem teikn eru á lofti um að það borgi sig ekki fyrir neytendur að halda tryggð við tryggingafélög hér á landi.

Fréttavaktin 15. febrúar 2023
play-sharp-fill

Fréttavaktin 15. febrúar 2023

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni
Hide picture