Segja má að stálin stinn mætist í kvöld þegar Hanna Katrín, þingmaður Viðreisnar, og Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur og formaður Heimssýnar, takast á um hvort undirrót látlausra vaxtahækkana Seðlabankans sé íslenska krónan.
Hanna Katrín vill að Ísland taki upp evru og gangi í ESB. Heimssýn berst gegn aðild. Fram kom í umræðunum í þættinum að fjöldi Evrópuþjóða býr við svipaða verðbólgu og Ísland en er með miklu lægri vexti, 2,5 prósent í stað 6,5 hér.
Skítaveður, lægðagang, von um betri tíð, veðurspár og Kára Stefánsson og ummæli hans um holdafar ber einnig á góma.
Fjallað verður einnig um upptöku á amerískum sjónvarpsþáttum á Dalvík, Birna Dröfn Jónasdóttir blaðamaður kynnir efni helgarblaðs Fréttablaðsins og fleira mætti telja.
Fréttavaktin kvöld er í umsjá Björns Þorlákssonar, sjá allan þáttinn hér.