fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fréttir

Segir það ekki þjóna hagsmunum Pútíns að ljúka stríðinu í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 06:07

Það þjónar ekki hagsmunum Pútíns að ljúka stríðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þjónar ekki hagsmunum Vladímír Pútín að ljúka stríðinu í Úkraínu og að vissu marki hentar það honum vel að það dragist á langinn.

Þetta sagði Lawrence Freedman, prófessor í stríðsfræðum við King‘s College London, í samtali við Sky News.

Hann sagði að á næstu mánuðum muni heimsbyggðin hugsanlega sjá Úkraínumenn styrkja stöðu sína en á sama tíma muni Rússar ekki viðurkenna að þeir hafi beðið ósigur.

„Ég held að Pútín hafi engan áhuga á að ljúka þessu stríði,“ sagði hann og bætti við að um leið og Pútín ljúki stríðinu með samningaviðræðum verði hann í raun að hörfa og viðurkenna að þetta hafi allt saman verið heimskulegt hjá honum.

„Að vissu leyti er betra fyrir hann að draga þetta á langinn, jafnvel þótt hann nái ekki góðum árangri á vígvellinum, jafnvel þótt hann verði að láta land af hendi, hann getur þá kennt náttúrunni um það. Í hvert sinn sem hann gefur eftir, til dæmis með samningi um kornútflutning eða fangaskipti, ráðast harðlínumenn á hann. Ég óttast því að þetta sé staðan, Úkraínumenn styrki stöðu sína og nái meira landsvæði á sitt vald án þess að Rússar viðurkenni ósigur,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Thomas

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Thomas
Fréttir
Í gær

Engar áætlanir til um björgun ef skemmtiferðaskip lendir í vanda hér við land

Engar áætlanir til um björgun ef skemmtiferðaskip lendir í vanda hér við land
Fréttir
Í gær

Ný Fréttavakt: Megum gera betur gegn spillingu. Gríðarleg plastmengun í íslenskum sjó.

Ný Fréttavakt: Megum gera betur gegn spillingu. Gríðarleg plastmengun í íslenskum sjó.
Fréttir
Í gær

Nýjar vendingar í sjúkrabílakláms-málinu – Myndbandið líklega tekið upp í húsnæði slökkviliðsins við Skógarhlíð

Nýjar vendingar í sjúkrabílakláms-málinu – Myndbandið líklega tekið upp í húsnæði slökkviliðsins við Skógarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk sendiráð fá blóðuga pakka með dýraaugum

Úkraínsk sendiráð fá blóðuga pakka með dýraaugum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sprenging heyrðist langt inni í Rússlandi – Síðan kom torrætt úkraínskt tíst

Sprenging heyrðist langt inni í Rússlandi – Síðan kom torrætt úkraínskt tíst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

320 milljón króna gjaldþrot starfsmannaleigu – Eigandinn Ingimar þegar dæmdur fyrir skattsvik

320 milljón króna gjaldþrot starfsmannaleigu – Eigandinn Ingimar þegar dæmdur fyrir skattsvik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr hjá sambýlingum í Hraunbæ

Sauð upp úr hjá sambýlingum í Hraunbæ