fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Efast um að bólusetning gegn COVID-19 væri jafn vel á veg komin án samstarfs við ESB

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 08:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutfall bólusettra hér á landi er það hæsta á Norðurlöndunum og það þrettánda hæsta í heiminum en 9,4% þjóðarinnar hafa lokið bólusetningu. Fjórða bóluefnið, frá Jansen, er væntanlegt en aðeins þarf að gefa einn skammt af því. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur að þennan árangur megi skýra með samstarfinu við Evrópusambandið, það hafi verið eina leiðin.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Við sem lítil þjóð hefðum aldrei getað samið við öll þessi fyrirtæki upp á eigin spýtur, vitandi ekkert um hvað yrði viðurkennt, hraða og framleiðslugetu þegar samningar hófust,“ er haft eftir henni. Íslensk stjórnvöld hafa rætt við lyfjafyrirtækin utan Evrópusamstarfsins en Ingileif efast um að árangurinn væri jafn góður ef Ísland hefði ekki tekið þátt í því.

Hátt hlutfall fullbólusettra hér á landi má að stærstum hluta rekja til hversu mikið hefur borist af bóluefninu frá Pfizer/BioNTech en aðeins þarf að bíða í tvær vikur á milli sprauta. Hingað til lands hafa aðeins borist um sex þúsund skammtar af bóluefni Moderna en Bandaríkin hafa fengið mjög stóran hluta af framleiðslu fyrirtækisins en þarlend yfirvöld fjármögnuðu þróun bóluefnisins.

Í aðildarríkjum ESB hafa sex prósent lokið við bólusetningu en í Bretlandi um 11 prósent en þar er aðallega notast við bóluefni AstraZeneca en þrír mánuðir líða á milli skammta.

Fréttablaðið hefur eftir Ingileif að reiknað sé með að hjarðónæmi náist hér á landi í sumar og hugsanlega verði fleiri bóluefni komin þá en nú eru þýska Curevac og rússneska Sputnik V í áfangamati hjá Lyfjastofnun Evrópu.

Hvað varðar bólusetningar barna sagði Ingileif að það væri stærsta spurningin núna hvort börn verði bólusett en hér á landi eru rúmlega sjötíu þúsund börn. Hún sagði að ný rannsókn á vegum Pfizer hafi sýnt góðar niðurstöður og að ef grænt ljós verði gefið fljótlega á bólusetningar barna vonist hún til að stjórnvöld hér á landi heimili einnig bólusetningar barna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus