fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Andlitið datt af öllum þegar hann gerði þetta í klefanum í Árbæ: ,,Var að fara að hlaða í eina þrumuræðu“

Victor Pálsson
Föstudaginn 26. júní 2020 21:10

Margir halda ekki jól án Malts og Appelsíns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Jóhannsson, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, ÍBV og KR, var gestur í hlaðvarpsþættinum skemmtilega Draumaliðið í vikunni en þátturinn er í umsjón Jóa Skúla.

Í Draumaliðinu fá leikmenn það verkefni að nefna sitt 11 manna draumalið skipað leikmönnum sem þeir léku með á ferlinum.

Hér og þar poppa þó upp skemmtilegar sögur af ferlinum og var þátturinn á miðvikudaginn engin undantekning.

Atli rifjaði upp mjög skemmtilega sögu frá árinu 2001 þegar leikmaður að nafni Alexander Ilic lék með honum í Vestmannaeyjum.

,,Það var einn áhugaverður þarna sem heitir Alexander Ilic, hann var hörku fótboltamaður en var ekki í góðu standi og var ekkert að vinna í því heldur,“ sagði Atli.

,,Það var frægt atriði þarna, Njáll Eiðsson var með okkur þá árið 2001 og við spilum við Fylki í Árbænum og Alexander er í liðinu. Þeir flengja okkur og það er 3-0 eða 4-0 í hálfleik.“

,,Tómas Ingi fær á sig klaufalegt víti, það var ekki oft sem hann komst í boxið! Í hálfleik voru allir niðurlútir og hugsuðu hvað væri í gangi.“

,,Njáll Eiðsson er að fara að hlaða í eina þrumuræðu eins og honum var lagið. Þá ákveður Alexander Ilic að taka upp Appelsín. Andlitið datt af öllum. Hann var alveg spes gæi!“

,,Njáll tók hann útaf, það var bara þannig. Alexander Ilic reddaði okkur þarna því við vorum að fara fá að heyra það en svo fékk hann einræðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London