fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Allt á suðupunkti eftir niðurlæginguna á Íslandi – „Af hverju ætti ég að hætta?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 6. september 2025 09:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að allt sé á suðupunkti í knattspyrnuheiminum í Aserbaísjan og er kallað eftir höfði landsliðsþjálfarans eftir stórt tap gegn Íslandi í Laugardalnum í gær.

Liðin mættust í fyrsta leik í undankeppni HM og vann Ísland 5-0. Aserbaísjan hefur nú ekki unnið í 13 leikjum undir stjórn reynsluboltans Fernando Santos.

Santos, sem gerði portúgalska landsliðið að Evrópumeistara 2016, var spurður út í framtíð sína á blaðamannafundi eftir leik.

„Ég er með gildan samning hér, af hverju ætti ég að hætta? Ef sambandið vill reka mig þá rekur það mig,“ svaraði hann einfaldlega.

Fyrirliðinn Emin Mahmudov var niðurlútur eftir leik. „Við ætluðum okkur meira. Það er ekki meira um það að segja. Við spiluðum illa og ekkert virkaði. Ég vil bara biðja stuðningsmenn afsökunar.“

Næsti leikur Íslands er ytra gegn Frökkum á þriðjudag. Aserbaídsjan mætir Úkraínu á sama tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“
433Sport
Í gær

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið
433Sport
Í gær

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið
433Sport
Í gær

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga
433Sport
Í gær

Sigurður Þór ráðinn þjálfari Fylkis til næstu ára

Sigurður Þór ráðinn þjálfari Fylkis til næstu ára