fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Hákon: „Það er pirrandi en svona þjóðir gera þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 5. september 2025 22:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Arnar Haralaldsson landsliðsfyrirliði segist ekki geta beðið um mikið meira frá íslenska liðinu en það sýndi í 5-0 sigri á Aserbaísjan í fyrsta leik undankeppni HM í kvöld.

„Það er erfitt að geta betur en 5-0 þó ég hefði reyndar alveg viljað sjá Ísak klára þrennuna og koma þessu í 6-0. Þetta var mjög sterk frammistaða á heimavelli,“ sagði hann léttur eftir leik, en Ísak Bergmann skoraði tvö.

„Þetta var ekki besta liðið, við eigum eftir að mæta Úkraínu og Frakklandi og þurfum að vera góðir þar líka. Við sýndum hvað í okkur býr og við þurfum að byggja ofan á þetta.“

Aserar töfðu eins og þeir gátu í fyrri hálfleik og hægðu á leiknum. Ísland komst svo yfir í blálok fyrri hálfleiks með marki Guðlaugs Victors Pálssonar.

„Það er pirrandi en svona þjóðir gera þetta. Þeir voru bara að tefja. Það var gríðarlega mikilvægt að fá markið inn hjá Gulla og slökkva aðeins í þeim,“ sagði Hákon.

Nánar í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London