Manchester Evening News segir að flestar stjörnur Manchester United styðji við bakið á Ruben Amorim, stjóra liðsins, sem tók við í nóvember.
MEN fjallar um ákvörðun Ten Hag að banna Alejandro Garnacho, Jadon Sancho, Antony og Tyrell Malacia að æfa með aðalliðinu.
Allir þessir leikmenn þurfa að æfa sjálfir og eru til sölu en það sama má segja um Marcus Rashford sem er í dag farinn til Barcelona.
Amorim vill losna við alla þessa leikmenn í sumar og er það ákvörðun sem aðrir leikmenn félagsins skilja að sögn MEN.
Það er mikil pressa á Amorim fyrir komandi tímabil en United hafnaði í 15. sæti deildarinnar síðasta vetur.