fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Fékk óhugnanlegt símtal á versta tíma: Heyrði pabba sinn grátbiðja um hjálp – ,,Ég var nálægt því að æla“

433
Laugardaginn 9. ágúst 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fáir ef einhverjir sem hafa lent í því sama og maður að nafni John Obi Mikel sem knattspyrnuaðdáendur ættu að kannast við.

Obi Mikel var flottur miðjumaður á sínum tíma en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Chelsea.

Nígeríumaðurinn hefur lent í því tvisvar á sinni ævi að pabba hans hefur verið rænt en fyrra atvikið átti sér stað er hann var á mála hjá Chelsea.

Obi Mikel borgaði þá upphæð sem ræningjarnir báðu um en lenti svo í öðru slíku atviki nokkrum árum seinna.

,,Ég talaði við ræningjana í gegnum síma og mér leið alveg skelfilega, pabbi minn var öskrandi í bakgrunni og grátbað mig um að gefa þeim það sem þeir báðu um,“ sagði Obi Mikel.

,,Ég sendi peningana heim og bróðir minn sá um að taka þá út og vissi hvar hann ætti að skila þeim. Þeir svöruðu og sögðu okkur að koma aftur eftir 30 mínútur.“

Seinna atvikið átti sér stað á HM árið 2018 en Nígería spilaði þá með Íslandi í riðlakeppninni en Obi Mikel fékk símtal fyrir leik gegn Argentínu.

,,Ég í hótelherberginu að undirbúa mig fyrir leikinn en síminn hætti ekki að hringja og að lokum þá svaraði ég.“

,,Bróðir minn sagði: ‘Við ætluðum ekki að segja þér þetta en við verðum að gera það, þetta hefur gerst aftur. Pabba hefur verið rænt.’

,,Ég sat þarna í um 30 mínútur hugsandi hvort ég ætti að tala þjálfara liðsins eða liðið? Ég ákvað að segja ekki neitt og spilaði leikinn.“

,,Ég var nálægt því að æla á vellinum, ég gat ekki einbeitt mér. Það eina sem ég hugsaði um var hvernig ég gæti komið pabba mínum úr sömu vandræðum í annað sinn.“

,,Það kom tímapunktur í þessum leik þar sem ég var ekki ég, ég hafði ekki hugmynd um hvað væri að gerast í kringum mig á vellinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London