fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433Sport

Engir skemmtistaðir og ekkert áfengi – ,,Ert með einn möguleika og það er að vinna þína vinnu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. ágúst 2025 12:30

Joao Felix.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og margir vita þá er Joao Felix kominn til Sádi Arabíu en hann hefur skrifað undir hjá Al-Nassr þar í landi.

Jesus var um tíma efnilegasti fótboltamaður Evrópu en hann var keyptur á risaupphæð til Atletico Madrid en stóðst aldrei væntingar.

Felix spilaði síðar með liðum eins og Chelsea og AC Milan en hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í alltof mörg ár.

Hann mun nú reyna fyrir sér í Sádi undir stjórn Jorge Jesus sem hafði mikinn áhuga á að næla í leikmanninn í sumar.

Jesus hefur tjáð sig um komu Felix og segir að nú sé engin afsökun fyrir hann að sýna ekki sitt besta innan vallar.

,,Hann er nú kominn í land þar sem þú annað hvort spilar eða spilar ekki. Hvað þýðir það?“ sagði Jesus.

,,Það þýðir að þú ert með eitt val, það er ekkert annað í boði. Það er ekkert áfengi í Sádi Arabíu og hann mun ekki drekka áfengi.“

,,Það eru engir skemmtistaðir, ekki það að hann sé að skemmta sér á nóttunni. Það er ekkert til að trufla þig hérna. Hann er með einn möguleika og það er að vinna sína vinnu, hvíla sig og umkringja sig með fjölskyldu og vinum. Það er eini möguleikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmenn United skilja ákvörðun Amorim

Leikmenn United skilja ákvörðun Amorim
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bakvörður gæti tekið við af Salah

Bakvörður gæti tekið við af Salah
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ummæli Gerrard vekja athygli – Betri en Mbappe og Yamal

Ummæli Gerrard vekja athygli – Betri en Mbappe og Yamal
433Sport
Í gær

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?
433Sport
Í gær

Setur pressu á sjálfan sig með númeravalinu

Setur pressu á sjálfan sig með númeravalinu
433Sport
Í gær

Segist aldrei hafa rætt við Jackson

Segist aldrei hafa rætt við Jackson
433Sport
Í gær

Ísland niður um þrjú sæti eftir vonbrigðin á EM

Ísland niður um þrjú sæti eftir vonbrigðin á EM
433Sport
Í gær

Tveir efnilegir lánaðir frá City

Tveir efnilegir lánaðir frá City