fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Engir skemmtistaðir og ekkert áfengi – ,,Ert með einn möguleika og það er að vinna þína vinnu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. ágúst 2025 12:30

Joao Felix.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og margir vita þá er Joao Felix kominn til Sádi Arabíu en hann hefur skrifað undir hjá Al-Nassr þar í landi.

Jesus var um tíma efnilegasti fótboltamaður Evrópu en hann var keyptur á risaupphæð til Atletico Madrid en stóðst aldrei væntingar.

Felix spilaði síðar með liðum eins og Chelsea og AC Milan en hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í alltof mörg ár.

Hann mun nú reyna fyrir sér í Sádi undir stjórn Jorge Jesus sem hafði mikinn áhuga á að næla í leikmanninn í sumar.

Jesus hefur tjáð sig um komu Felix og segir að nú sé engin afsökun fyrir hann að sýna ekki sitt besta innan vallar.

,,Hann er nú kominn í land þar sem þú annað hvort spilar eða spilar ekki. Hvað þýðir það?“ sagði Jesus.

,,Það þýðir að þú ert með eitt val, það er ekkert annað í boði. Það er ekkert áfengi í Sádi Arabíu og hann mun ekki drekka áfengi.“

,,Það eru engir skemmtistaðir, ekki það að hann sé að skemmta sér á nóttunni. Það er ekkert til að trufla þig hérna. Hann er með einn möguleika og það er að vinna sína vinnu, hvíla sig og umkringja sig með fjölskyldu og vinum. Það er eini möguleikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London