fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Konur, sem eru grænmetisætur, eru þriðjungi líklegri til að slasast á mjöðm á efri árum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur, sem eru grænmetisætur, eru þriðjungi líklegri til að mjaðmargrindarbrotna á efri árum en þær konur sem borða kjöt. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Rúmlega 26.000 miðaldra konur tóku þátt í rannsókninni að sögn Daily Mail. Niðurstaðan var að þær konur sem hvorki borða kjöt né fisk séu 33% líklegri til að mjaðmargrindarbrotna.

Vísindamenn segja hugsanlegt að þetta sé vegna þess að þær innbyrða minna af næringarefnum sem eru tengd við heilbrigði beina. Þeir segja að þetta ýti stoðum undir ráðleggingar um að grænmetisætur þurfi að bæta lykilnæringarefnum við mataræði sitt.

Vísindamenn við Leeds háskóla rannsökuðu hættuna á að konur sem borða kjöt, konur sem borða fisk en ekki kjöt og grænmetisætur mjaðmagrindarbrotni.

Þegar búið var að taka tillit til þátta á borð við reykingar og aldur voru grænmetisætur eini hópurinn sem var í aukinni hættu á að mjaðmagrindarbrotna.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að meðal BMI-tala grænmetisætanna var aðeins lægri en hjá kjötætunum.

Rannsóknin hefur verið birt í BMC Medicine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?