fbpx
Þriðjudagur 25.janúar 2022
Pressan

„Ekki fara á sjúkrahús og komið ástvinum ykkar út af gjörgæsludeildum“ – Ný og hættuleg samsæriskenning breiðist út

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. september 2021 06:05

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsögnin hér að ofan er tekin úr hvatningu til efasemdarfólks um bólusetningar gegn kórónuveirunni sem fer mikinn á mörgum síðum á Facebook sem þetta efasemdarfólk sækir. Hún er sett fram í kjölfar nýrrar samsæriskenningar sem breiðist nú nokkuð hratt út.

Kenningin gengur út á að læknar komi í veg fyrir að óbólusett fólk fái svokallaða „kraftaverkameðferð“ við COVID-19 og láti það viljandi deyja. NBC News skýrir frá þessu. Fram kemur að samsæriskenningasmiðir og andstæðingar bólusetninga hvetji fólk til að meðhöndla sig sjálft heima ef það smitast af kórónuveirunni.

Á þessum síðum á samfélagsmiðlum kynna sumir af andstæðingum bóluefnanna meðal annars „kórónuveirukúr“ sem læknar segja að ekki hafi verið sýnt fram á að hafi nein áhrif. Þar er um að ræða notkun sýklalyfsins Ivermetctin sem er venjulega notað fyrir dýr. „Það eru alls engar sannanir fyrir að það virki og það getur hugsanlega verið eitrað,“ hefur Anthony Fauci, helsti farsóttarfræðingur Bandaríkjanna, sagt um lyfið. Aðrir hvetja til meðferða þar sem fólk á að skola kverkarnar með mold eða anda vetnisperoxíði að sér. Læknar segja að báðar þessar aðferðir geti verið stórhættulegar.

Efasemdir um bólusetningar fara ekki fram hjá starfsfólki bandarískra sjúkrahúsa því sífellt fleiri óbólusettir eru lagðir inn á gjörgæsludeildir og margir þeirra hafa ekki leitað til læknis í tíma.

Einn þeirra sem verður mikið var við þann áróður sem andstæðingar bólusetninga reka er Wes Ely, læknir á fjórum gjörgæsludeildum og prófessor við Vanderbilt University School of Medicine. Á sama tíma og fleiri reyna að lækna sig sjálfir fjölgar innlögum á gjörgæsludeildirnar og hefur NBC News eftir Ely að 97% innlagðra séu óbólusettir. „Þetta miðaði í rétta átt en nú erum við að tapa baráttunni og það stórt. Það er eitthvað að gerast á Internetinu,“ sagði hann. Hann sagðist einnig hitta sífellt fleiri sem vilja ekki fá neina læknisaðstoð fyrr en daginn sem þeir deyja. „Það er ekki sjaldan sem það gerist,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn
Pressan
Í gær

Tíu hlutir sem þú þværð örugglega aldrei en ættir að þvo

Tíu hlutir sem þú þværð örugglega aldrei en ættir að þvo
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn fækkar barnsfæðingum í Kína – Tíðnin hefur ekki verið lægri í 61 ár

Enn fækkar barnsfæðingum í Kína – Tíðnin hefur ekki verið lægri í 61 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan var viss um að hafa fundið morðingja stúlknanna – En málið tók óvænta og banvæna stefnu

Lögreglan var viss um að hafa fundið morðingja stúlknanna – En málið tók óvænta og banvæna stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nefndi son sinn eftir vinnustaðnum sínum – Kannski eitt af undarlegri nöfnum heims

Nefndi son sinn eftir vinnustaðnum sínum – Kannski eitt af undarlegri nöfnum heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dómsdagsklukkan var stillt í gær – Aldrei höfum við verið nær ragnarökum

Dómsdagsklukkan var stillt í gær – Aldrei höfum við verið nær ragnarökum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ómíkron gæti markað endi heimsfaraldursins nema þetta gerist segir Fauci

Ómíkron gæti markað endi heimsfaraldursins nema þetta gerist segir Fauci
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gaf barnið sitt eftir að hún komst að lygum barnsföðurins

Gaf barnið sitt eftir að hún komst að lygum barnsföðurins