fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Ebólufaraldur í Gíneu – Bóluefnalager í Sviss tryggir skjót viðbrögð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 05:25

Ebólu veira. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö Ebólusmit hafa verið staðfest í Gíneu, sem er í vestanverðri Afríku. Fimm eru látnir af völdum veirunnar. Stór Ebólufaraldur geisaði í landinu 2014 en frá 2016 hefur landið verið laust við þessa skelfilegu veiru, eða allt þar til nú. Með nýjum lager af bóluefnum gegn veirunni á að vera hægt að bregðast hratt við þeim faraldri sem gæti verið í uppsiglingu.

Jótlandspósturinn hefur eftir Mads Geisler, lækni, sem hefur margoft farið til Afríku á vegum samtakanna Læknar án landamæra til að berjast gegn Ebólu að það sé áhyggjuefni að sjö tilfelli hafi komið upp. „Eitt Ebólusmit er faraldur. Svo lengi sem það er eitt smit, þá verða að vera sóttvarnamiðstöðvar og viðbúnaður því afleiðingarnar eru hrikalega af hverju smiti og af því að þetta lokar á alla samfélagsstarfsemi,“ sagði hann.

Alfred George KiZerbo, fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO í Afríku, sagði á fréttamannafundi að verið sé að bregðast við ástandinu. The Guardian segir að hann hafi sagt að WHO væri í fullri viðbragðsstöðu og í sambandi við framleiðanda bóluefnis til að tryggja að nauðsynlegt magn verði til ráðstöfunar eins fljótt og hægt er.

Það sem gæti skipt sköpum í baráttunni við þennan nýja faraldur er að í Sviss hafa alþjóðlegar hjálparstofnanir og ýmis samtök komið upp lager með Ebólubóluefnum. Með tilkomu hans er hægt að bregðast við á einni viku og bólusetja marga. Áður var aðgengi að bóluefnum ekki svo gott því það þurfti að útvega ákveðið magn af þeim áður en hægt var að senda þau af stað.

Ebóla er hættulegur veirusjúkdómur. Dánarhlutfallið getur verið allt að 90%. Það er auðvelt að drepa veiruna sjálfa, til dæmis með hita, klóri og sápu. En veiran er bráðsmitandi og því geta faraldrar breiðst mjög hratt út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?