fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Pressan

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Pressan
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 07:30

Suður-Kóreumenn hafa oft sent blöðrur sem þessar norður yfir. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex Bandaríkjamenn voru handteknir í Suður-Kóreu á föstudaginn þegar þeir reyndu að senda 1.600 plastflöskur, fullar af hrísgrjónum, dollurum og biblíum, til Norður-Kóreu. Ætlunin var að setja flöskurnar í sjóinn í von um að þær myndi reka til Norður-Kóreu.

Fólkið var handtekið á Gwanghwa eyju þar sem það var að reyna að setja flöskurnar í sjóinn í von um að hafstraumar myndu bera þær til Norður-Kóreu.

Fólkið á yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa brotið suðurkóresk lög um öryggi og hamfarir.

Aðgerðasinnar hafa í gegnum tíðina sent plastflöskur og blöðrur til Norður-Kóreu með áróðursefni og peninga. Þetta hefur oft valdið mikilli spennu á milli Kóreuríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple
Pressan
Fyrir 1 viku

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?