fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Pressan

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Pressan
Laugardaginn 28. júní 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var á góðviðrisdegi að fimm ára stúlka var að leika sér úti í garði heima hjá sér á meðan móðir hennar sýslaði eitt og annað innanhúss. Síðan kom stúlkan inn og sýndi móður sinni blátt merki á öðrum fætinum. Þetta leit út eins og marblettur og taldi móðirin að stúlkan hefði dottið og meitt sig. En síðan varð bletturinn svartur og húðin við hann fór að rotna.

Foreldrar stúlkunnar, sem heitir Kailyn Donovan, ákváðu þá að fara með hana til læknis þar sem greinilegt var að ekki var um marblett að ræða eins og þau höfðu talið í fyrstu. Fjölskyldan býr í Mendon í Massachusetts í Bandaríkjunum. Foreldrarnir fóru með Kailyn á UMass Memorial sjúkrahúsið. Þar var hún skoðuð af sérfræðingi í smitsjúkdómalækningum. Hann sá strax að um köngulóarbit var að ræða. Kailyn hafði verið bitin af svartri ekkju, alræmdri eitraðri köngulóartegund.

Þegar köngulær af þessari tegund bíta fólk þá sprauta þær eitri sínu í húðina. Eitrið drepur síðan húðina og því fór hún að rotna. Sem betur fer brugðust foreldrar Kailyn fljótt við og því var hægt að gefa Kailyn móteitur og hún mun jafna sig að fullu.

CBS hefur eftir Kristine Donovan, móður Kailyn, að Kailyn hafi ekki tekið eftir því þegar köngulóin beit hana. Hugsanlega hafi hún leynst í buxunum hennar en það sé ekki vitað.

Svartar ekkjur eiga heimkynni í flestum ríkjum Bandaríkjanna en sem betur fer er þeim meinilla við fólk og halda sig að jafnaði fjarri því. Það er því mjög sjaldgæft að þær bíti fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi