fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 19:12

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Visit Reykjavík/Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti hefur verið valin önnur fallegasta bygging í heimi af blaðamanni Time Out.

Listinn inniheldur 24 byggingar sem að mati blaðamanns eru þær fallegustu í heimi. Frá verkfræðilegri snilld nýstárlegra bygginga til nokkurra elstu mannvirkja jarðarinnar, hér má finna ótrúlegustu byggingar jarðarinnar.

Á toppi listans er leghöllin Taj Mahal í Agra á Indlandi sem Mógúlkeisarinn Shah Jahan lét byggja í minningu um persneska eiginkonu sína, Mumtaz Mahal. Höllin var 23 ár í byggingu, frá 16301653, og er meistaraverk mógúlskrar byggingarlistar.

Hallgrímskirkja tilheyrir hinni evangelísku-lúthersku þjóðkirkju og er stærsta kirkja landsins, turn hennar er 73 metra hár. Kirkjan er nefnd eftir Hallgrími Péturssyni presti og sálmaskáldi (1614-1674). Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, hófst handa við að teikna kirkjuna árið 1937 og bygging hennar hófst árið 1945. Kirkjan var vígð 26. október 1986, daginn fyrir 312. ártíð Hallgríms Péturssonar, sama ár og Reykjavík hélt upp á 200 ára afmæli sitt.

Hallgrímskirkja í Reykjavík gæti litið út eins og eldflaug, en hún er í raun áberandi evangelísk-lútersk kirkja og stærsti tilbeiðslustaður á Íslandi. Framhlið hennar minnir á bæði nútímalega og expressjóníska byggingarstíla, en Guðjón Samúelsson, aðalhönnuður byggingarinnar, sótti innblástur í hið óbyggða landslag landsins. Hallandi hliðar Hallgrímskirkju minna á kælt hraun og hvíta steypuáferðin gerir henni kleift að falla vel að fjallabakgrunninum.

Hallgrímskirkja. Mynd: Visit Reykjavík/Facebook.

Aðrar byggingar á listanum eru meðal annars pýramídarnir í Giza í Egyptalandi, AD-Deir minnismerkið í Petru í Jórdaníu, La Sagrada Familia kirkjan í Barcelona á Spáni, Maggie’s Centre, St James’s Hospital í Bretlandi og Pantheon í Róm á Ítalíu.

Hallgrímskirkja. Mynd: Visit Reykjavík/Facebook.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Í gær

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum