fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

faraldur

Hugsanlegt að allsherjar flensubóluefni verði tilbúið innan tveggja ára

Hugsanlegt að allsherjar flensubóluefni verði tilbúið innan tveggja ára

Pressan
04.12.2022

Hugsanlega verður bóluefni, sem veitir vernd gegn öllum þekktum flensuveirum, tilbúið til notkunar innan tveggja ára. Ef þetta gengur eftir verður um stóran áfanga að ræða. The Guardian segir að tilraunabóluefni, sem byggist á sömu mRNA tækni og var notuð við þróun bóluefna gegn kórónuveirunni, hafi verndað mýs og frettur gegn alvarlegum inflúensuveirum. Þetta opnar á tilraunir á fólki Lesa meira

Reyna að halda aftur af veiru sem er banvænni en COVID-19

Reyna að halda aftur af veiru sem er banvænni en COVID-19

Pressan
09.09.2021

Á sunnudaginn lést 12 ára drengur á sjúkrahúsi í Kerala á Indlandi. Það var hin skæða Nipah-veira sem varð honum að bana. Hún er mun banvænni en COVID-19 og hafa sérfræðingar lengi haft áhyggjur af henni og að hún geti valdi heimsfaraldri. New York Post segir að ástandið í Kerala sé mjög slæmt hvað varðar COVID-19 en ríkið er með mesta Lesa meira

Stefna lyfjaframleiðendum og lyfjadreifingarfyrirtækjum fyrir þeirra þátt í ópíóíðafaraldrinum – 500.000 hafa látist

Stefna lyfjaframleiðendum og lyfjadreifingarfyrirtækjum fyrir þeirra þátt í ópíóíðafaraldrinum – 500.000 hafa látist

Pressan
30.06.2021

Ríkissaksóknari í New York ríki og tvær sýslur í ríkinu hafa stefnt sjö lyfjaframleiðendum og lyfjadreifingarfyrirtækjum fyrir dóm og saka þau um að hafa valdið dauða og hörmungum í sýslunum með framleiðslu og sölu ópíóíða. Þetta eru fyrstu réttarhöldin, þar sem kviðdómur kemur við sögu, tengd ópíóíðafaraldrinum sem hefur herjað á Bandaríkin síðustu tuttugu árin. Lesa meira

Skelfilegur sjúkdómur herjar á Indverja – Sjúklingar geta misst hluta af andlitinu

Skelfilegur sjúkdómur herjar á Indverja – Sjúklingar geta misst hluta af andlitinu

Pressan
27.05.2021

Heimsfaraldur kórónuveirunnar herjar af miklum krafti á Indverja og er ástandið í landinu skelfilegt. Ekki er það til að bæta ástandið að lífshættuleg sveppasýking herjar einnig á landið.  Sjúkdómurinn breiðist nú svo hratt út að sérfræðingar vilja að lýst verði yfir faraldri af hans völdum að sögn Hindustan Times. Sýkingin er lífshættuleg og nú eru Indverjar að verða Lesa meira

Ebólufaraldur í Gíneu – Bóluefnalager í Sviss tryggir skjót viðbrögð

Ebólufaraldur í Gíneu – Bóluefnalager í Sviss tryggir skjót viðbrögð

Pressan
17.02.2021

Sjö Ebólusmit hafa verið staðfest í Gíneu, sem er í vestanverðri Afríku. Fimm eru látnir af völdum veirunnar. Stór Ebólufaraldur geisaði í landinu 2014 en frá 2016 hefur landið verið laust við þessa skelfilegu veiru, eða allt þar til nú. Með nýjum lager af bóluefnum gegn veirunni á að vera hægt að bregðast hratt við þeim faraldri Lesa meira

WHO varar við lífshættulegri veiru

WHO varar við lífshættulegri veiru

Pressan
26.08.2020

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sent frá sér aðvörun vegna ebólufaraldurs í vesturhluta Kongó. Hann hefur færst mjög í vöxt að undanförnu en hefur kannski fallið svolítið í skuggann af heimsfaraldri kórónuveirunnar. Ebóluveiran er enn meira smitandi og hættulegri en kórónuveiran sem veldur COVID-19. Matshidiso Moeti, svæðisstjóri WHO í Afríku, sagði fyrir helgi að faraldurinn í Equateurhéraðinu fari versnandi og hafi 100 smit greinst á tæplega 100 dögum. Svæðið, Lesa meira

„Ríkisstjórnin er ekki að gera neitt“ segir Þorgerður

„Ríkisstjórnin er ekki að gera neitt“ segir Þorgerður

Eyjan
10.08.2020

Haustið nálgast, skólar fara að byrja, fólk snýr aftur til vinnu úr sumarfríum og ýmis önnur starfsemi fer af stað í samfélaginu. Á sama tíma sækir kórónuveirufaraldurinn í sig veðrið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki áform sín uppi á borðum fyrir haustið og segir að stjórninni sé ekki lengur Lesa meira

„Þetta er upphafið á miklum staðbundnum faraldri“

„Þetta er upphafið á miklum staðbundnum faraldri“

Pressan
14.07.2020

Í Hong Kong er nú talað um að hugsanlega sé þriðja bylgja kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, skollin á. Verið er að undirbúa að loka samfélaginu að hluta en staðfestum smitum hefur fjölgað mikið að undanförnu að sögn Gabriel Leung, hjá læknadeild Hong Kong háskóla. RTHK skýrir frá þessu. „Þetta er upphafið á miklum staðbundnum faraldri, Lesa meira

Forsetinn segir að sigrast hafi verið á heimsfaraldrinum

Forsetinn segir að sigrast hafi verið á heimsfaraldrinum

Pressan
11.06.2020

John Magufuli, forseti Tansaníu, staðhæfir að sigrast hafi verið á kórónuveirufaraldrinum þar í landi. Þeir sem eru honum ekki sammála enda í fangelsi og raunverulegum smittölum er haldið leyndum. Samkvæmt opinberum tölum hafa 509 látist af völdum veirunnar en um 60 milljónir búa í landinu. Tölurnar hafa verið óbreyttar í tæpan mánuð. En það sem Lesa meira

Ebólufaraldur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

Ebólufaraldur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

Pressan
04.06.2020

Ebólufaraldur hefur brotist út í norðvesturhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Að minnsta kosti fjórir hafa látist af völdum veirunnar. Annar ebólufaraldur geisar í austurhluta landsins og því er í mörg horn að líta varðandi ebólu þar í landi þessa dagana. Eteni Longondo, heilbrigðisráðherra landsins, staðfesti á mánudaginn að ebóla hafi brotist út í Mbandanka og að þangað Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af