fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Pressan

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Pressan
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 07:00

Hér þarf að borga til að fá að fara út á bryggjuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr ferðamannaskattur hefur verið mikið til umræðu víða á Internetinu að undanförnu og þykir mörgum ansi langt seilst með honum.

Eins og sést á meðfylgjandi mynd, þá er búið að setja upp hlið við bryggju eina og það er þetta sem hefur vakið athygli og jafnvel reiði.

Hliðið er við bryggju sem státar af fallegu útsýni í bakgrunninum og eiginlega ekki neinu öðru.

Daily Mail segir að þessi staður hafi öðlast töluverða fræg vegna suðurkóresku þáttaraðarinnar „Crash Landing on You“, en þar kemur þetta fallega vatn, sem er við bæinn Iseltwald í Sviss við sögu.

Margir ferðamenn, aðallega frá Asíu, hafa flykkst þangað til að komast á söguslóðir þáttanna.

Þessa skyndilegu frægð reyna heimamenn nú að nýta sér til fjárhagslegs ávinnings og þykir mörgum ansi langt gengið.

„Þetta er ótrúlegt, að krefja mig um greiðslu fyrir eitthvað sem náttúran bjó til,“ skrifaði einn netverji.

„Bráðum verður maður rukkaður fyrir að draga andann,“ skrifaði annar.

Það kostar 5 svissneska franka að fara út á bryggjuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi