fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Pressan

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Pressan
Laugardaginn 28. júní 2025 20:00

Anthony Gignac.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæplega 30 ár tókst Anthony Gignac, sem nú er 48 ára, að blekkja fólk og telja því trú um að hann væri sádiarabískur prins, hinn konunglegi Khalid bin al-Saud. Hann notaði einkaflugvélar, lúxusbíla, átti sérhönnuð úr, skreytti sig með demöntum og var með stafla af reiðufé.

En á bak við þetta allt var ekkert nema loftið eitt og á endanum komst upp um Gignac sem er frá Kólumbíu. Það var ást hans á beikoni sem varð honum að falli en eins og flestir vita væntanlega borða sádiarabískir prinsar ekki beikon eða aðrar svínaafurðir.

Á Instagram var Gignac iðinn við að birta myndir af lúxuslífi sínu, Rolexúrum og demantskreyttum armböndum. Þá birti hann oft myndir af sér undir stýri á dýrum bílum á borð við Bentley, Rolls Royce og Maserati eftir því sem segir í umfjöllun Daily Mail. Uppáhaldsbíllinn var þó rauður Ferrari.

Hann hafði gaman af að monta sig á Instagram.

Gignac flaug með einkaflugvélum, ferðaðist um með ferðatöskur fullar af reiðufé og átti þakíbúð á Fisher Island á Miami en það er eitt dýrasta íbúðahverfið þar.

Hann fjármagnaði þetta allt með svikum en allt tók þetta enda í árslok 2017 þegar hann var handtekinn með fölsuð skilríki.

Hann var dæmdur í 18 og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa svikið út átta milljónir dollara frá 26 fjárfestum víða um heim á árunum 2015 til 2017 segir Miami Herald.

Hann átti 12 lúxusbíla.

Gignac fæddist í Kólumbíu og hét þá Anthony Moreno. Hann ólst upp á götum Bogota fyrstu æviárin en var ættleiddur af fjölskyldu í Michigan í Bandaríkjunum þegar hann var fimm ára. Verjandi hans hélt því fram fyrir dómi að erfið æska hafi ýtt Gignac út í svikastarfsemina.

Beikonið varð honum að falli

Stærsta hluta lífs síns lést Gignac vera Khalid bin al-Saud, sem er til í raun og veru, til að komast áfram og hafa í sig og á. Á þeim 30 árum, sem hann stundaði þetta, var hann handtekinn 11 sinnum í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna og fékk nokkra fangelsisdóma. Meðal þeirra fjársvika, sem hann kom að, var að þykjast ætla að fjárfesta í lyfjaframleiðslu á Írlandi og spilavíti á Möltu. Hann notaði fölsuð skráningarmerki, skráningarmerki sem stjórnarerinddrekar nota, á bíla sína til heilla fórnarlömb sín.

En það var ást hans á beikoni sem varð honum að falli árið 2017. Þá sagðist hann ætla að fjárfesta fyrir mörg hundruð milljónir dollara í hóteli á Miami. Jeffrey Soffer, sem átti hótelið, hafði áhuga á viðskiptum við hann og hittust þeir margoft til að ræða málin. En það voru matarvenjur Gignac sem vöktu mesta athygli Soffer að sögn Miami Herald. Gignac hámaði nefnilega yfirleitt í sig beikon og aðrar svínaafurðir þegar þeir snæddu saman en það myndi konungborinn sádiarabískur prins aldrei gera. Þetta varð til þess að Soffer gerði alríkislögreglunni FBI viðvart og rannsókn hófst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple
Pressan
Fyrir 1 viku

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?