fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Pressan

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Pressan
Laugardaginn 28. júní 2025 16:30

Nokkrir munanna sem fundust.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskir fornleifafræðingar fundu nýlega þrjú 1.800 ára gömul grafhýsi í Rizhao, sem er í suðausturhluta landsins, sem geyma fullt af fornum fjársjóðum.

The Independent skýrir frá þessu og segir að svo virðist sem miklu hafi verið stolið úr tveimur grafhýsanna en það þriðja virðist vera nánast ósnert.

Í tilkynningu frá fornleifadeild kínverska félagsvísindaháskólans segir að í ósnerta grafhýsinu séu rúmlega 70 munir sem hafi verið settir hjá hinum látnu.

Engin bein eru í hellunum, þau hafa einfaldlega brotnað niður í gegnum aldirnar, og því er ekki vitað hvaða útfararsiðir voru viðhafðir.

Grafhýsin fundust þegar unnið var við endurbætur á almenningsgarði. Fornleifafræðingar tóku fljótlega við vettvangi og fundu munina í grafhýsunum, þar á meðal úr bronsi og töluvert af leirmunum. Einnig fannst skjaldbökuinnsigli úr bronsi, taska og viðartunnur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple
Pressan
Fyrir 1 viku

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?