fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Pressan

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Pressan
Föstudaginn 27. júní 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glæpaforinginn Jose Adolfo Macias, betur þekktur undir nafninu Fito, var handtekinn á miðvikudag rúmu ári eftir að hafa flúið úr fangelsi í Ekvador.

Fito er leiðtogi alræmdrar glæpaklíku, Los Choneros, en hann var dæmdur í 34 ára fangelsi árið 2011 fyrir fíkniefnasölu, morð og skipulagða glæpastarfsemi svo fátt eitt sé nefnt.

Þá er hann grunaður um að hafa lagt á ráðin um morðið á Fernando Villavicencio sem hugðist bjóða sig fram til forseta Ekvador. Flótti hans úr fangelsi í fyrra skapaði mikla ringulreið í Ekvador og varð meðal annars til þess að vopnaðir byssumenn ruddust inn í myndver sjónvarpsstöðvar og hótuðu öllu illu.

Hann var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir sölu og dreifingu á fíkniefnum og vopnasmygl og er klíkan hans talin hafa átt í nánu samstarfi við Sinaloa-gengið í Mexíkó.

Það fór ekki illa um hann í fangelsinu því hann lifði sannkölluðu VIP-lífi þar sem hann hafði aðgang að interneti, loftkælingu, dýrum húsgögnum og gat haldið veislur.

Honum tókst að flýja úr fangelsinu í janúar í fyrra en var sem fyrr segir handtekinn í glæsivillu sinni í heimabæ sínum Manta á miðvikudag. Þar hafði hann komið sér fyrir í sérútbúnu og vel földu rými undir eldhúsi hússins.

Í fréttum erlendra fjölmiðla kemur fram að þriggja ára dóttir glæpakóngsins hafi bent lögreglumönnum á felustað hans þegar þeir ruddust til inngöngu í húsið.

Daniel Noboa, forseti Ekvadors, segir að hann bíði nú eftir því að heyra í bandarískum yfirvöldum en taldar eru líkur á því að hann verði framseldur þangað. Fari svo á hann lífstíðardóm yfir höfði sér í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple
Pressan
Fyrir 1 viku

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?