fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 14:30

Margir höfðu áhuga á að kaupa jeppann en eBay greip í taumana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netmarkaðurinn eBay hefur tekið niður auglýsingar fyrir bíl og hjólhýsi Rex Heuermann. Talið er að eiginkona hans, hin íslenska Ása Ellerup, hafi sett þetta á sölu með aðstoð ónefnds aðila.

Breska blaðið The Daily Mail greinir frá þessu.

Heuermann er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti sjö konur, þar af nokkrar vændiskonur, á um tuttugu ára tímabili. Hafa morðin verið kennd við Gilgo ströndina þar sem lík kvennanna voru grafin. Heuermann neitar sök í málinu og bíður nú réttarhalda.

Íslensk eiginkona hans Ása Ellerup stendur með honum og hún hefur verið töluvert mikið til umfjöllunar fjölmiðla. Nú er talið að hún hafi reynt að selja 1972 árgerð af Jeep bíl eiginmanns síns og hjólhýsi á netmarkaðinum eBay.

Sjá einnig:

Ása segist vera að falla aftur fyrir Rex – „Hann er hetjan mín“

eBay hefur hins vegar tekið auglýsingarnar niður og sagt að þær stangist á við reglur síðunnar um svokallað „morðmuni“ (e: murderabilia). Það er muni sem halda í heiðri eða vegsama morð.

Mörg boð

Í auglýsingunni stóð að bíllinn og hjólhýsið hefðu verið í eigu Rex Heuermann. Hún hafði verið skoðuð 1.640 sinnum og boðið hafði verið 35 sinnum í. Upphafsverðið sem sett var á auglýsinguna var 1.000 dollarar, eða tæplega 122  þúsund krónur. En hæsta boð var komið upp í 7.600 dollara, það er tæplega 930 þúsund krónur, þegar auglýsingin var tekin út.

Í færslu með auglýsingunni stóð:

„Þessi 1972 árgerð af Jeep jeppa býður upp á nostalgíska upplifun og mun klárlega vekja athygli á götunni vegna flottrar hönnunar. Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu. Eigiandinn var enginn annar en Long Island raðmorðinginn Rex Heuermann.“

Í fréttinni segir að sá sem átti reikninginn hjá eBay og setti inn auglýsinguna hafi verið að selja fyrir hönd Ásu Ellerup og hefði millifært söluupphæðina á hennar reikning.

Ekki notaður við glæpi

Eftir að Rex Heuermann var handtekinn var téður Jeep jeppi haldlagður af lögreglu og rannsakaður í bak og fyrir. Bílnum var hins vegar skilað til fjölskyldunnar þegar lögreglan taldi sig hafa fullvissu fyrir því að bíllinn hefði ekki verið notaður til þess að fremja neina glæpi.

Fleiri munir tengdir Rex Heuermann hafa dúkkað upp á netmörkuðum. Meðal annars á eBay þar sem árbók úr menntaskólanum sem hann nam við árið 1977, McKenna Junior High School. Bókin var verðmerkt á 995 dollara, 121 þúsund krónur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist