fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Pressan

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

Pressan
Laugardaginn 28. júní 2025 20:30

Bristol Crown Court. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni var réttað við dómstól í Bristol á Englandi (Bristol Crown Court) yfir 92 ára gömlum manni sem ákærður er fyrir skelfilegan glæp sem var framinn árið 1967.

Er málið sagt elsta óleysta málið í breskri réttarsögu sem er dómtekið.

Sakborningurinn, Ryland Headley, er sakaður um að hafa árið 1967, nauðgað Louisa Dunne, sem þá var 75 ára, og kyrkt hana. Talið er að réttarhöldin munu standa í samtals þrjár vikur, en einni viku er lokið.

Ryland lýsti sig saklausan af ákærunni.

Þrátt fyrir viðamikla rannsókn á sínum tíma tókst aldrei að upplýsa málið en grunur beindist að Ryland þegar rannsóknarlögreglumenn hófu að rýna að í gögn málsins árið 2023.

Saksóknarinn Anna Vigars KC sagði fyrir dómi að mikilvægasta atriðið væri að hér væri um að ræða morð á aldraðri og berskjaldaðri konu á heimili hennar. Konu sem hafði engin tök á að verja sig. Það skipti ekki máli hvort glæpurinn hafi verið framinn fyrir 58 dögum eða 58 árum. Morð á einstaklingi væri ávallt alvörumál og það sé aukaatriði að langt er um liðið.

Sjá nánar á vef Daily Mirror.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple
Pressan
Fyrir 1 viku

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?