fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Pressan

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Pressan
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sannkallað blóðbað átti sér stað á skrifstofum orkusölufyrirtækisins Überlandwerk Rhön, sem staðsett er í smábænum Mellrichstadt í Bæjaralandi. Tuttugu og eins árs gamall starfsmaður, Yannick að nafni, mætti þá í vinnuna með hníf meðferðis. Hafði Yannick ekki látið sjá sig á vinnustaðnum í langan tíma.

Bild greinir frá þessu. Kemur fram í fréttinni að 59 ára gömul kona lést af stunguáverkum mannsins sem stakk fólk sem hann náði til ótt og títt. Tveir karlmenn voru fluttir lífshættulega særðir á sjúkrahús.

Hópur starfsmanna réðst á Yannick og hafði hann undir. Héldu þeir honum föstum þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann.

Málið er í rannsókn og miðar hún m.a.s. að því að finna ástæður fyrir ódæðinu. Ekkert hefur komið fram sem skýrir hvers vegna Yannick veittist með þessum hætti að vinnufélögum sínum.

Starfsfólki á skrifstofum Überlandwerk Rhön hefur verið boðin áfallahjálp vegna voðaatburðarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple
Pressan
Fyrir 1 viku

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?