fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Pressan

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

Pressan
Sunnudaginn 29. júní 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræðurnir Jack og Paul voru aðeins 12 og 9 ára þegar þeir létust af sárum sínum eftir að faðir þeirra kveikti í og læsti þá inni. Harmleikurinn átti sér stað árið 2014 en móðir drengjanna, Claire Throssell, berst nú fyrir breytingum í barnaverndarkerfinu og skorar á forsætisráðherrann, Keir Starmer, að grípa til aðgerða.

Nýlega kom út svört skýrsla í Bretlandi þar sem fram kom að síðan Paul og Jack voru myrtir hafa 19 börn til viðbótar verið myrt af foreldri, eða aðila í foreldrahlutverki, sem hafði áður orðið uppvíst að heimilisofbeldi. Yngsti þolandinn var þriggja vikna og sá elsti 11 ára. Allir gerandur nema einn voru karlmenn og 15 barnanna voru myrt af sínum eigin föður.

Jack og Paul létu lífið eftir að þeir voru þvingaðir í umgengni sem dómstólar höfðu úrskurðað föður þeirra, Darren Sykes. Darren lofaði að gefa strákunum lestarsett og plataði þá upp á loft á heimili sínu. Síðan kveikti hann í húsinu og setti slagbrand fyrir dyrnar.

Claire segir: „Stjórnvöld hafa ekkert lært síðan synir mínir voru myrtir. Börn eru að deyja og þau gera ekkert til að stöðva það.“

Sjá einnig: Grátbað dómarann um að senda ekki drengina til föður síns – „Það þurfti ekki fimm tíma til að gera það sem hann gerði. Það tók hann bara fimmtán mínútur“

Claire hafði áður varað barnavernd við því að fyrrum eiginmaður hennar væri hættulegur og að drengirnir væru ekki öruggir hjá honum. Hún tók sérstaklega fram í skýrslu sinni til dómstóla að hann væri fær um að drepa drengina, enda hafði hann beitt bæði Claire og drengina ofbeldi á meðan hjónabandinu stóð. Claire segir að Darren hafi ekki einu sinni hamið reiðina fyrir framan dómara þar sem hann öskraði á hana og missti stjórn á sér. Engu að síður féllst dómari á að veita Darren umgengni við drengina.

„Og nú eru þeir dánir“

Claire segir að erfiðast sé að vita að drengirnir hennar voru líka meðvitaðir um að þeir væru í hættu hjá föður sínum.

„Ég vissi að drengirnir væru ekki öruggir með honum og það erfiðasta var að Jack og Paul vissu það líka. Þeim mislíkaði að hitta föður sinn. Þeir vissu hversu reiður hann varð og þeir grátbáðu mig um að neyða þá ekki til að fara, en það var kominn umgengnisúrskurður þar sem sagði að þeir yrðu að hitta pabba sinn tvisvar í viku.“

Darren fórst líka í eldinum. Viðbragðsaðilum tókst að koma drengjunum út úr húsinu þegar þeir voru enn með lífsmark en þeir létust síðar á sjúkrahúsi af sárum sínum.

„Það seinasta sem Jack sagði, á meðan slökkviliðsmennirnir reyndu í örvæntingu að bjarga honum, var: Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi.“

Claire berst nú ásamt fleiri mæðrum og aðgerðarsinnum fyrir því að börn verði ekki þvinguð í umgengni til ofbeldismanna. Dómstólar fari eftir stefnu þar sem réttur barns og foreldris til samvista er metinn hærra en réttur barns til öryggis. Því fái ofbeldisfullir og hættulegir einstaklingar umgengni við börn sín með hrottalegum afleiðingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple
Pressan
Fyrir 1 viku

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?