fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Pressan

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Pressan
Mánudaginn 30. júní 2025 03:03

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega voru lögreglumenn við hraðamælingar á Dovrefjell í Þrándheimi í Noregi. Þeir heyrðu þá að mótorhjól nálgaðist og væri ekið ansi greitt. Þegar mótorhjólið kom nær var ætlunin að mæla hraða þess með ratsjá lögreglubifreiðarinnar en það var ekki hægt því mótorhjólinu var ekið svo hratt að ratsjáinn gat ekki mælt hraða þess.

TV2 hefur eftir talsmanni lögreglunnar að líklega hafi mótorhjólinu verið ekið á rúmlega 320 km/klst en leyfður hámarkshraði á veginum er 80 km/klst. Mesti hraði sem ratsjáin getur mælt er 320 km/klst.

Lögreglan reyndi að stöðva akstur ökumannsins í Dombås en án árangurs. Það tókst síðan að stöðva akstur hans í Sel í Innlandet. Hann var kærður fyrir of hraðan akstur út frá mælingum á meðalhraða hans á milli staðarins þar sem hann sást fyrst og þar til akstur hans var stöðvaður. Meðalhraðinn reyndist vera 218 km/klst.

Ökumaðurinn reyndist vera 25 ára Norðmaður.

Lögreglan lagði hald á mótorhjólið og farsíma mannsins til að geta aflað enn frekari sönnunargagna varðandi ofsaaksturinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple
Pressan
Fyrir 1 viku

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?