fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Pressan

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Pressan
Laugardaginn 28. júní 2025 07:30

Hafragrautur er góður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hljómar kannski ekki spennandi að borða hafragraut daglega en það þarf ekki að vera svo slæmt eða óspennandi. Leah Wynalek ákvað fyrir nokkrum árum að prufa að borða hafgraut í morgunmat á hverjum degi í heilan mánuð. Óhætt er að segja að áhrifin af því hafi verið jákvæð.

Fjallað er um þetta á vef Prevention. Fram kemur að Leah hafi, eins og margir aðrir, vitað að nauðsynlegt sé að halda blóðsykurmagni líkamans í jafnvægi til að forðast að löngun vakni í sælgæti og bita á milli mála en þeir eiga það oft til að vera ekki svo hollir. Leah ákvað einmitt að gera hafragrautstilraunina til að reyna að koma í veg fyrir að slíkar langanir kviknuðu.

Henni fannst þó ansi óspennandi tilhugsun að borða hafgraut á hverjum morgni í heilan mánuð en lét sig samt hafa það.  Hún segir að hafgrautsneyslan hafi fljótlega haft mjög jákvæð áhrif á hana. Það varð auðvelt að sleppa því að fá sér nasl á milli morgunverðarins og hádegisverðarins. Blóðsykurinn var í góðu jafnvægi og hún fann ekki fyrir löngun í allt mögulegt yfir daginn.

Það komst fljótt upp í vana hjá henni að borða hafragraut í morgunmat og var alls ekki leiðinlegt eins og hún hafði eiginlega átt von á. Það þarf því ekki að koma á óvart að hún hélt áfram að borða hafragraut í morgunmat að mánuðinum loknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple
Pressan
Fyrir 1 viku

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?