fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Pressan

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Pressan
Sunnudaginn 29. júní 2025 15:00

Til að viðhalda heilbrigðri þarmaflóru er mikilvægt að huga að hollu og fjölbreyttu mataræði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri rannsókn kemur fram að það besta fyrir heilbrigða þarmaflóru sé að mataræðið sé fjölbreytt. Fram kemur að þeim mun meira af matvælum, úr plönturíkinu, sem eru borðuð, þeim mun fleiri gagnlegar bakteríur þrífist í þörmunum. Skiptir þá engu hvort þú ert grænmetisæta eða kjötæta.

Vísindamennirnir rannsökuðu matarvenjur rúmlega 21.000 manns í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Ítalíu.

Þeir notuðust við DNA-greiningar á saursýnum og sýndu þessar greiningar greinileg tengsl.

Mataræðið, sem inniheldur mikið af ávöxtum, grænmeti og grófu korni, reyndist gott fyrir þarmaflóruna því mikið af „góðum“ þarmabakteríum, sem geta lækkað blóðþrýstinginn og blóðfituna og dregið úr bólgum, fylgdu þessu mataræði.

Grænmetisætur voru með mest af þessum bakteríum en fólk, sem borðið reglulega rautt kjöt, var með hærra hlutfall af bakteríum sem hafa verið tengdar við bólgur í þörmum og ristilkrabbamein.

En kjötætur, sem borðuðu einnig mikið af grænmeti, reyndust vera með heilbrigða þarmaflóru. Það bendir til að heilbrigðu bakteríurnar úr plöntum geti unnið á móti neikvæðum áhrifum kjöts.

Til að fá heilbrigða þarmaflóru þarf ekki að hætta að borða kjöt en það þarf að borða fjölbreytta fæðu.

Borðaðu minnst 30 mismunandi matvörur úr plönturíkinu í hverri viku.

Skiptu á milli mismunandi grænmetis, ávaxta og kornvara.

Takmarkaðu neyslu á rauðu kjöti og unnum kjötvörum.

Borðaðu gerjaðar matvörur á borð við jógúrt og súrkál til að bæta þarmaflóruna enn frekar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi